Ferill 197. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 255  —  197. mál.




Svar


heilbrigðisráðherra við fyrirspurn frá Þorsteini Sæmundssyni um liðskiptasetur.


     1.      Hvenær er fyrirhugað að liðskiptasetur á Akranesi taki til starfa?
    Áætluð verklok eru í febrúar 2022.

     2.      Hversu margar aðgerðir má ætla að gerðar verði árlega á liðskiptasetrinu?
    Gert er ráð fyrir að með því að bæta einni skurðstofu við þær tvær sem fyrir eru á Akranesi verði hægt að framkvæma 430 liðskiptaaðgerðir á ári.

     3.      Hver er áætlaður árlegur rekstrarkostnaður liðskiptasetursins?
    Sem viðbót við það fjármagn sem HVE hefur nú þegar til ráðstöfunar fyrir liðskiptaaðgerðir er gert ráð fyrir 314 millj. kr. viðbótarrekstrarframlagi árlega til liðskiptasetursins til að anna þeim aðgerðafjölda sem að er stefnt.