Ferill 149. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 279  —  149. mál.




Svar


heilbrigðisráðherra við fyrirspurn frá Önnu Kolbrúnu Árnadóttur um biðtíma hjá Þroska- og hegðunarstöð.


     1.      Hver er biðtími eftir greiningu hjá Þroska- og hegðunarstöð? Óskað er eftir yfirliti yfir biðtíma síðustu fjögur ár, sundurliðað.
     2.      Hversu mörg börn eru á biðlista hjá stöðinni? Óskað er eftir upplýsingum um lengd biðlista síðustu fjögur ár, sundurliðað.

    Í meðfylgjandi töflu má sjá meðaltalstölur yfir fjölda barna á biðlista og lengd biðtíma hjá Þroska- og hegðunarstöðinni síðustu fjögur ár. Tölurnar eru breytilegar innan hvers árs og margt hefur áhrif á fjölda á biðlista svo sem fjöldi nýrra tilvísana, þyngd og eðli vanda barna og samsetning starfshóps hverju sinni. Fjöldi á biðlista, auk mönnunar, hefur síðan bein áhrif á lengd biðtíma. Biðtímatölur gefa því ekki rétta mynd af biðtíma einstakra barna, þar sem mál raðast á mismunandi biðlista, t.d. eftir eðli og þyngd mála og aldri barna. Þannig fara sum mál í forgang og biðtími er styttri, en önnur bíða lengur. Til dæmis er biðtími eftir einhverfugreiningu einna lengstur, þrátt fyrir alvöru vandans, þar sem slíkum málum hefur fjölgað mikið á sama tíma og skortur er á sérhæfðu fagfólki á því sviði.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


     3.      Hversu mikið fjármagn hefur ríkissjóður veitt árlega til starfseminnar síðustu fjögur ár?

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


    Þroska- og hegðunarstöð er starfrækt innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Einingin er ekki sérstaklega tilgreind í fjárlögum. Meðfylgjandi er yfirlit yfir rekstrarkostnað einingarinnar síðustu fjögur ár.