Ferill 175. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Prentað upp.

Þingskjal 281  —  175. mál.
Leiðréttur texti.




Svar


dómsmálaráðherra við fyrirspurn frá Helga Hrafni Gunnarssyni um agaviðurlög fanga.


    Við vinnslu fyrirspurnarinnar var óskað eftir upplýsingum frá Fangelsismálastofnun ríkisins og eru eftirgreind svör unnin í samráði við stofnunina.

     1.      Hversu margir fangar voru beittir agaviðurlögum eftir að vímuefni mældust í þvagi þeirra árin 2010–2020, sundurliðað eftir árum og fangelsum?

2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020 Samtals
Hólmsheiði 6 7 7 4 24
Litla-Haun 42 53 33 45 49 75 64 38 31 21 14 465
Sogn/Bitra 1 1 1 1 5 9
Kvíabryggja 2 6 3 1 5 2 3 6 26
Akureyri 8 1 2 6 11 1 6 35
Fangelsið Kópavogi 6 5 4 4 7 26
Hegningar húsið 20 11 4 13 6 54

     2.      Hver var kostnaður Fangelsismálastofnunar vegna töku þvagprufa og úrvinnslu þeirra í fangelsum landsins árin 2010–2020, sundurliðað eftir árum og fangelsum?

2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020 Samtals
Fangelsið Akureyri 120.120 46.200 105.938 68.120 116.387 92.872 179.447 889.827 284.320 321.650 116.029 2.340.910
Fangelsið Kópavogi 422.400 424.600 308.147 262.875 577.038 278.941 2.274.001
Hegningarhúsið 1.427.360 1.596.100 1.097.035 2.102.225 1.905.515 2.376.393 685.378 11.190.006
Sogn 1.056.600 200.945 118.446 83.080 62.000 4.500 1.592.776
Hólmsheiði 82.748 6.045.442 4.455.594 7.240.446 5.069.965 22.894.195
Kvíabryggja 60.060 48.655 96.437 147.932 118.560 74.772 81.306 118.765 324.250 156.460 1.227.197
Litla-Hraun 1.376.769 1.867.652 1.829.969 3.886.524 3.553.305 4.283.734 7.311.302 4.279.849 5.437.778 6.721.746 4.271.041 44.819.660
Samtals: 4.403.240 3.994.612 3.456.949 6.617.126 6.418.623 7.233.580 8.395.647 11.300.924 10.296.457 14.608.092 9.613.495 86.338.745

    Taflan sýnir heildarkostnað allra rannsókna, þ.e. bæði þvagsýnarannsókna sem og rannsókna á efnum sem finnast í fórum fanga. Ekki er unnt að sundurliða kostnaðinn.