Ferill 183. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 504  —  183. mál.




Svar


fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn frá Andrési Inga Jónssyni um frádrátt frá tekjuskatti.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hve hár var frádráttur frá tekjum lögaðila og þeim tekjum manna sem stafa af atvinnurekstri eða sjálfstæðri starfsemi tengdri slíkum rekstri vegna einstakra gjafa og framlaga til kirkjufélaga, viðurkenndrar líknarstarfsemi, menningarmála, stjórnmálaflokka og vísindalegra rannsóknarstarfa frá tekjuskattsstofni, skv. 2. tölul. 31. gr. laga um tekjuskatt, nr. 90/2003, við álagningu síðustu fimm árin? Svar óskast sundurliðað eftir árum, starfsemi gefanda og hverjum málaflokki upptalningarinnar.
     2.      Hvert er áætlað tekjutap ríkissjóðs og sveitarfélaga vegna þessarar frádráttarheimildar á sama tímabili?


    Svarið byggist á upplýsingum frá Skattinum úr skattframtölum fyrirtækja og sameignarfélaga og einstaklinga með rekstur. Ekki reyndist unnt að sundurliða fjárhæðirnar eftir málaflokkum öðrum en framlögum til stjórnmálaflokka þar sem önnur sundurliðun er ekki tilgreind í skattframtölum rekstraraðila.
    Tafla 1 sýnir frádrátt frá tekjum vegna gjafa og framlaga árin 2014–2018. Rekstraraðilar eru flokkaðir eftir yfirflokkum (bálkum) íslenskrar atvinnugreinaflokkunar (ÍSAT2008). Innan hvers árs er greint á milli almennra gjafa og framlaga og þeirra gjafa og framlaga sem runnu til stjórnmálaflokka.


Tafla 1: Frádráttur frá tekjuskattsstofni vegna framlaga/gjafa 2014–2018.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




    Tafla 2 sýnir áætlaða lækkun tekjuskatts og útsvars sem stafar af frádrætti vegna gjafa og framlaga árin 2014–2018. Greint er á milli einstaklinga, hlutafélaga og sameignarfélaga.

    Tafla 2: Áætlað tekjutap ríkis og sveitarfélaga vegna frádráttar 2014–2018.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.