Ferill 68. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 543  —  68. mál.




Svar


sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við fyrirspurn frá Ingu Sæland um innflutning á laxafóðri.


    Ráðuneytið leitaði til Matvælastofnunar varðandi þær upplýsingar sem óskað er eftir í fyrirspurninni.

     1.      Hve mikið var flutt inn af fóðri til laxeldis frá 1. janúar 2015 til 30. september 2020, flokkað eftir mánuðum?
    Meðfylgjandi tafla sýnir magn innflutts fiskeldisfóðurs í einstaka mánuðum frá 2015 til 2020. Tekið skal fram að ekki er unnt að sundurgreina fiskeldisfóður eftir tegundum en þó er meginhluti innflutts fóðurs nýtt í laxeldi. Allar magntölur í töflunni eru í kílóum.

Tafla 1. Innflutt tilbúið fiskeldisfóður í kílóum frá 1. janúar 2015 til 31. júlí 2020.

2015 2016 2017 2018 2019 2020
Janúar 191.895 57.438 1.087.751 460.108 2.928.890 3.444.985
Febrúar 450.425 159.980 249.130 112.924 1.774.330 1.522.400
Mars 211.630 121.494 391.565 506.831 1.732.530 2.276.554
Apríl 188.812 1.316.885 2.237.520 619.446 747.870 1.476.100
Maí 46.888 920.294 474.405 1.279.800 1.493.878 1.995.270
Júní 195.930 745.689 1.923.870 2.206.308 4.517.797 5.745.230
Júlí 732.850 1.971.505 1.123.757 1.666.232 4.236.465 7.253.850
Ágúst 2.111.138 2.827.580 169.751 1.673.050 4.927.840
September 1.092.875 2.322.244 438.750 2.479.230 6.075.049
Október 1.473.905 1.154.894 757.910 1.516.875 5.056.502
Nóvember 825.150 2.367.630 547.915 3.642.405 5.491.830
Desember 1.460.230 27.505 843.410 977.500 3.213.820
Heimild: Matvælastofnun.

     2.      Í hvaða löndum var fóðrið framleitt og hversu mikið var framleitt í hverju landi, sundurliðað eftir fyrrgreindum árum?
     3.      Frá hvaða löndum var fóðrið flutt inn og hversu mikið var flutt inn frá hverju landi, sundurliðað eftir fyrrgreindum árum?
    Eftirfarandi tafla sýnir innflutning á tilbúnu fiskeldisfóðri eftir löndum. Allar magntölur eru í kg. Fóðrið er að öllu jöfnu keypt beint frá framleiðanda og því er útflutningsland og framleiðsluland nær alltaf það sama. Aðalframleiðslulöndin eru Noregur, Bretland og Færeyjar, einnig kemur fóður frá Danmörku og Spáni og svo örlítið frá Belgíu og Frakklandi.

Tafla 2. Innflutt tilbúið fiskeldisfóður í kílóum
frá 1. janúar 2015 til 31. júlí 2020 eftir löndum.

2015 2016 2017 2018 2019 2020
Bandaríkin 100
Belgía 25.000 571 930 346 88 54
Bretland 2.996.060 5.011.175 436.000 1.070.000 771.412 5.995.625
Danmörk 237.275 304.175 413.661 853.111 820.920 436.440
Frakkland 32 32
Færeyjar 498.000 2.225.000 3.654.000 4.225.000 3.107.500 3.029.000
Noregur 4.434.360 6.692.821 5.532.166 10.667.952 36.751.176 13.497.645
Spánn 555.310 129.350 206.945 236.215 391.385 265.810
Heimild: Matvælastofnun.

     4.      Sinna stjórnvöld eftirliti og rannsóknum á efnainnihaldi innflutts laxafóðurs? Ef svo er, með hvaða hætti?
     5.      Hversu hátt var hlutfall sojamjöls í innfluttu laxafóðri, sundurliðað eftir fyrrgreindum árum?

    Matvælastofnun hefur haldið skrá um leyfilegt fóður á markaði og þurftu innflytjendur að senda stofnuninni upplýsingar um innihald fóðursins og staðfestingu þess að framleiðandi væri með tilskilin landsbundin leyfi. Á grundvelli þessa var innflutningstölum haldið til haga, því ekki mátti flytja inn annað fóður en það sem var á skrá Matvælastofnunar.
    Nú hefur þessi skráningarskylda verið lögð af og er því eftirliti beint að markaðseftirliti. Matvælastofnun hefur ekki tekið sýni af innfluttu fóðri, enda á framleiðsla þess að vera undir eftirliti lögbærra yfirvalda í framleiðslulandinu. Þó er fylgst með tilkynningum í hraðtilkynningakerfi Evrópu „RASFF“ (Rapid Alert System for Food and Feed) um óæskileg efni í fóðri og í gegn um það geta komið kröfur um nánara eftirlit, efnagreiningar og jafnvel innköllun fóðurs, í verstu tilfellum getur það leitt til innköllunar afurða. Til þessa hefur þó ekki komið hérlendis.
    Eins og fram kemur í töflu 2 hér að framan hefur fóður nær eingöngu verið flutt inn frá löndum sem falla undir samræmdar reglur innan Evrópu varðandi eftirlit.
    Hlutföll einstakra innihaldsefna eru ekki gefin upp í fóðri, hins vegar eru innihaldsefni gefin upp í lækkandi röð í fóðrinu, sbr. e-lið 17. gr. reglugerðar 744/2011 (sem innleiddi reglugerð 767/2009/EB) um merkingar og markaðssetningu fóðurs. Því liggja gögn um nákvæmar hlutfallstölur einstakra fóðurefna í fóðri ekki fyrir. Auk þess sem um fjölmargar fóðurtegundir er um að ræða. Því er ekki unnt að svara spurningunni um sojamjöl í þessu fóðri.