Ferill 289. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 576  —  289. mál.




Svar


mennta- og menningarmálaráðherra við fyrirspurn frá Þorsteini Sæmundssyni um upplýsingafulltrúa og samskiptastjóra.


     1.      Eru upplýsingafulltrúar eða samskiptastjórar starfandi í ráðuneytinu? Ef svo er, hver er árlegur heildarkostnaður síðustu tíu ár vegna starfa viðkomandi, sundurliðað í laun og annan kostnað?

    Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur haft starfandi upplýsingafulltrúa frá seinni hluta árs 2012. Meðfylgjandi er tafla yfir laun og launatengd gjöld. Annar kostnaður er ekki sundurliðaður eftir starfsmanni í bókhaldi ráðuneytisins.

Ár Heildarlaun í kr. Heildarlaun í kr. með launatengdum gjöldum
2020 (til 31.10) 9.421.996 11.541.945
2019 10.896.174 13.347.813
2018 9.435.543 11.558.540
2017 9.479.919 11.612.901
2016 9.036.429 11.069.626
2015 8.506.418 10.420.362
2014 7.823.273 9.583.509
2013 7.434.630 9.107.422
2012 1.859.198 2.277.518

     2.      Eru upplýsingafulltrúar eða samskiptastjórar starfandi hjá undirstofnunum ráðuneytisins? Ef svo er, hver er árlegur heildarkostnaður hverrar stofnunar síðustu tíu ár vegna starfa viðkomandi, sundurliðað í laun og annan kostnað?
    Óskað var eftir upplýsingum um hvort upplýsingafulltrúar eða samskiptastjórar væru starfandi hjá 56 stofnunum ráðuneytisins. Svör bárust frá 47 stofnunum og svöruðu 44 stofnanir því til að upplýsingafulltrúar væru ekki starfandi hjá þeim. Þrjár stofnanir svöruðu játandi en þær hafa fyrst og fremst kynningarstjóra sem sjá um samskipti og upplýsingamiðlun umfram það sem er á vefsíðum. Kostnaður vegna kynningarmála er að meðaltali 7 til 10 millj. kr. á ári hjá Landbúnaðarháskóla Íslands og Menntamálastofnun en hjá Háskóla Íslands er starfsmaður sem svarar fyrirspurnum í hlutastarfi og er kostnaður vegna hans um 3,5 millj. kr. á ári.