Ferill 284. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 657  —  284. mál.




Svar


utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra við fyrirspurn frá Þorsteini Sæmundssyni um upplýsingafulltrúa og samskiptastjóra.


     1.      Eru upplýsingafulltrúar eða samskiptastjórar starfandi í ráðuneytinu? Ef svo er, hver er árlegur heildarkostnaður síðustu tíu ár vegna starfa viðkomandi, sundurliðað í laun og annan kostnað?
    Upplýsingafulltrúi/fjölmiðlafulltrúi er starfandi í utanríkisráðuneytinu. Árlegur launakostnaður síðustu tíu ár með launatengdum gjöldum vegna þessarar stöðu er eftirfarandi:

2011 7.800.415
2012 8.795.494
2013 10.782.479
2014 11.335.894
2015 12.207.135
2016 13.188.411
2017 14.232.777
2018 13.278.274
2019 13.568.210
2020 12.288.400

    Einnig er greitt fyrir síma- og netkostnað en erfitt er að meta slíkan kostnað, persónugreinanlegan fyrir svo langt tímabil.

     2.      Eru upplýsingafulltrúar eða samskiptastjórar starfandi hjá sendiskrifstofum? Ef svo er, hver er árlegur heildarkostnaður hverrar sendiskrifstofu síðustu tíu ár vegna starfa viðkomandi, sundurliðað í laun og annan kostnað?
    Ekki eru starfandi sérstakir upplýsingafulltrúar eða samskiptastjórar á sendiskrifstofum. Þessi störf eru unnin af starfsfólki á hverjum stað meðfram öðrum verkefnum.

    Alls fóru þrjár vinnustundir í að taka þetta svar saman.