Ferill 287. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 663  —  287. mál.




Svar


félags- og barnamálaráðherra við fyrirspurn frá Þorsteini Sæmundssyni um upplýsingafulltrúa og samskiptastjóra.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Eru upplýsingafulltrúar eða samskiptastjórar starfandi í ráðuneytinu? Ef svo er, hver er árlegur heildarkostnaður síðustu tíu ár vegna starfa viðkomandi, sundurliðað í laun og annan kostnað?
     2.      Eru upplýsingafulltrúar eða samskiptastjórar starfandi hjá undirstofnunum ráðuneytisins? Ef svo er, hver er árlegur heildarkostnaður hverrar stofnunar síðustu tíu ár vegna starfa viðkomandi, sundurliðað í laun og annan kostnað?


    Félagsmálaráðuneytið hefur upplýsingafulltrúa í fullu starfi og skiptist kostnaður vegna starfa hans með eftirtöldum hætti:

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


    Þess ber að geta að áður lutu þessi málefni undir velferðarráðuneyti, en frá 1. janúar 2019 tók félagsmálaráðuneytið til starfa samkvæmt forsetaúrskurði nr. 118/2018, um skiptingu Stjórnarráðs Íslands í ráðuneyti.
    Tryggingastofnun er sú stofnun félagsmálaráðuneytisins sem hefur kostnað vegna þessara málefna. Aðrar stofnanir bera ekki slíkan kostnað.

Tryggingastofnun:

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.