Ferill 434. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 748  —  434. mál.




Svar


forsætisráðherra við fyrirspurn frá Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur um hlutfall starfa utan ráðuneytis vegna COVID-19-faraldursins.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hversu hátt hlutfall starfsmanna ráðuneytisins hefur sinnt störfum sínum utan ráðuneytisins að hluta eða öllu leyti vegna COVID-19-faraldursins?

    Til að tryggja sóttvarnir í forsætisráðuneytinu og órofa starfsemi hefur flestum starfsmönnum ráðuneytisins verið gert að vinna að heiman, a.m.k. að hluta, á því tímabili sem heimsfaraldur COVID-19 hefur staðið yfir. Hefur starfsmönnum á einstökum sviðum m.a. verið skipt upp í sóttvarnateymi sem skiptast á að vinna að heiman og á starfsstöð. Á þetta við um nær öll störf í ráðuneytinu ef frá eru talin störf við öryggisvakt, veitingaþjónustu og slíkt. Hlutfall starfsmanna forsætisráðuneytisins sem unnið hefur að heiman að hluta á umræddu tímabili er um 70%.