Ferill 450. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 769  —  450. mál.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um aðstoðarmenn dómara.

Frá Silju Dögg Gunnarsdóttur.


     1.      Hvernig er ráðningu aðstoðarmanna dómara hagað? Eru almennt gerðar sérstakar kröfur um það í ráðningarsamningi hvernig eftirliti með störfum þeirra er hagað og hver séu valdmörk þeirra?
     2.      Hljóta aðstoðarmenn dómara einhverja skylduþjálfun? Ef svo er, hvernig er henni háttað og er hún samræmd á milli dómstólanna?
     3.      Eru í gildi tilteknar hæfniskröfur um aðstoðarmenn dómara? Ef svo er, hverjar eru þær?
     4.      Er að finna reglur um hagsmunaskráningu aðstoðarmanna héraðsdómara?
     5.      Er hlutverk aðstoðarmanna dómara samræmt á milli héraðsdómstóla?
     6.      Er aðkoma aðstoðarmanna dómara takmörkuð, m.a. hvað varðar dómsuppkvaðningu og setu í þinghöldum dómsins á grundvelli 164. gr. laga nr. 88/2008, um meðferð sakamála?
     7.      Hversu marga dóma hafa aðstoðarmenn dómara í sakamálum kveðið upp þar sem refsing er þyngri en eins árs óskilorðsbundið fangelsi? Svar óskast sundurliðað eftir refsiþyngd dóma, þ.e. fjölda dóma þar sem refsing er meira en eins árs óskilorðsbundið fangelsi ásamt útlistun á lengd fangelsisrefsingar sem dæmd var.
     8.      Telur ráðherra að núverandi fyrirkomulag um aðstoðarmenn dómara sé í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar íslenska ríkisins, sérstaklega mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994?


Skriflegt svar óskast.