Ferill 436. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 830  —  436. mál.




Svar


mennta- og menningarmálaráðherra við fyrirspurn frá Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur um hlutfall starfa utan ráðuneytis vegna COVID-19-faraldursins.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hversu hátt hlutfall starfsmanna ráðuneytisins hefur sinnt störfum sínum utan ráðuneytisins að hluta eða öllu leyti vegna COVID-19-faraldursins?

    Í mennta- og menningarmálaráðuneyti hafa rúmlega 90% starfsmanna sinnt störfum sínum að hluta eða öllu leyti utan ráðuneytisins.
    Í fyrri bylgju faraldursins störfuðu 11 starfsmenn að öllu leyti utan ráðuneytisins en aðrir starfsmenn mætti til skiptis til starfa í ráðuneytinu á fyrir fram ákveðnum dögum. Í þriðju bylgju faraldursins hafa um 90% starfsmanna sinnt starfi sínu að miklu eða að öllu leyti utan ráðuneytisins.
    Ráðherra, ráðuneytisstjóri, yfirlögfræðingur, lögfræðingur á skrifstofu ráðuneytisstjóra, upplýsingafulltrúi og ritarar ráðherra og ráðuneytisstjóra hafa sinnt störfum sínum að öllu leyti innan ráðuneytisins. Að auki hafa aðstoðarmenn ráðherra sinnt störfum sínum að öllu leyti innan ráðuneytisins.