Ferill 391. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 1005  —  391. mál.




Svar


félags- og barnamálaráðherra við fyrirspurn frá Söru Elísu Þórðardóttur um fjölda lífeyrisþega sem fá skertar greiðslur vegna fyrri búsetu erlendis.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hversu margir lífeyrisþegar fengu skertar greiðslur almannatrygginga vegna fyrri búsetu erlendis á árunum 2015–2020?
     2.      Hversu margir þeirra voru búsettir í ríkjum utan EES fyrir flutninginn til Íslands og hversu margir voru búsettir í ríkjum innan EES fyrir flutninginn til Íslands? Af þeim sem búsettir voru í ríkjum innan EES hversu margir voru búsettir á Norðurlöndum?
     3.      Hversu margir lífeyrisþegar skv. 1. tölul. fá engar lífeyrisgreiðslur frá almannatryggingum í fyrra búsetulandi?
     4.      Hversu stórt hlutfall lífeyrisþega skv. 1. tölul. fær ekki greiðslur frá fyrra búsetulandi, þrátt fyrir að milliríkjasamningur sé í gildi milli Íslands og fyrra búsetulands?
     5.      Hversu margir lífeyrisþegar skv. 1. tölul. féllu í eftirtalda tekjuflokka á árunum 2015– 2020 sem miðast við allar skattskyldar tekjur í nóvember ár hvert:
                  a.      0–79.999 kr.,
                  b.      80.000–99.999 kr.,
                  c.      100.000–129.999 kr.,
                  d.      130.000–149.999 kr.,
                  e.      150.000–169.999 kr.,
                  f.      170.000–189.999 kr.,
                  g.      190.000–209.999 kr.,
                  h.      210.000 kr. eða hærri?
     6.      Hversu margir lífeyrisþegar voru með heildartekjur undir framfærsluviðmiði án heimilisuppbótar skv. 2. mgr. 9. gr. laga um félagslega aðstoð, nr. 99/2007:
                  a.      undir 193.962 kr. árið 2015,
                  b.      undir 212.776 kr. árið 2016,
                  c.      undir 227.883 kr. árið 2017,
                  d.      undir 238.594 kr. árið 2018,
                  e.      undir 247.183 kr. árið 2019,
                  f.      undir 255.834 kr. árið 2020?
    Svör óskast sundurliðuð eftir árum, hópum lífeyrisþega (elli-, örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegum) og búsetu (erlendis eða hérlendis).


1.
    Svar ráðherra byggist á upplýsingum og tölum frá Tryggingastofnun ríkisins sem fer með framkvæmd málaflokksins. Tekið skal fram að greiðslur almannatrygginga skerðast ekki vegna fyrri búsetu erlendis heldur ávinna einstaklingar sér réttindi hér á landi með búsetu og öðlast full réttindi með 40 ára búsetu. Á árunum 2015–2020 var fjöldi þeirra sem fengu lífeyrisgreiðslur en höfðu ekki áunnið sér fullan rétt hér á landi á bilinu frá 2.663 á árinu 2015 til 3.981 á árinu 2020. Nánara uppbrot og skipting eftir árum og eftir búsetu hér á landi og erlendis má sjá í töflu 1.

Tafla 1.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


2.     
    Í töflum 2a og 2b er yfirlit yfir búsetu lífeyrishópa fyrir töku lífeyris. Í töflu 2a eru lífeyrisþegar sem voru búsettir hérlendis en í töflu 2b eru aðilar sem voru búsettir erlendis. Rétt er að benda á að lífeyrisþegar geta hafa verið búsettir í mörgum löndum og hafa t.d. flust nokkrum sinnum á milli Íslands og annarra EES-landa. Í svarinu er almennt lögð til grundvallar síðasta þekkta erlenda búseta áður en viðkomandi hóf töku lífeyris hér á landi.
    Á árinu 2020 voru 1.057 ellilífeyrisþegar (EES-lönd, önnur samningslönd og önnur lönd) sem ekki voru með fulla ávinnslu réttinda búsettir á Íslandi. Af þeim fluttu 304 til Íslands frá Norðurlöndum en 266 komu frá öðrum EES-ríkjum. 153 komu frá öðrum löndum sem Ísland hefur gert samning við en 334 frá löndum sem Ísland hefur ekki gert samning við. Sjá töflu 2a.

Tafla 2a.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


    Á árinu 2020 voru 1.340 ellilífeyrisþegar sem ekki voru með fulla ávinnslu réttinda búsettir erlendis. Af þeim fluttu 853 til Íslands frá Norðurlöndum en 224 komu frá öðrum EES-ríkjum áður en taka lífeyris hófst. 162 komu frá öðrum löndum sem Ísland hefur gert samning við en 101 frá löndum sem Ísland hefur ekki gert samning við. Sjá töflu 2b.

Tafla 2b.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



3.
    Rétt er að taka fram að í svari við þessum tölulið fyrirspurnarinnar er lagt er út frá öllum greiðslum erlendis frá óháð því hvort þær komu frá síðasta þekkta búsetulandi eða öðru landi, þar sem uppspretta helstu greiðslna kemur ekki í öllum tilfellum frá síðasta búsetulandi. Á árinu 2020 voru 466 ellilífeyrisþegar búsettir á Íslandi sem voru ekki með fulla ávinnslu réttinda sem fengu engar lífeyrisgreiðslur frá fyrra búsetulandi. Sjá töflu 3.

Tafla 3.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


4.     
    Árið 2020 voru búsettir á Íslandi 723 ellilífeyrisþegar sem ekki voru með fulla ávinnslu réttinda en höfðu fyrir töku lífeyris búið í landi þar sem milliríkjasamningur er í gildi milli Íslands og fyrra búsetulands. Af þeim fá 28,2% erlendan grunnlífeyri frá fyrra búsetulandi, 42,6% frá aðrar greiðslur (m.a. iðgjaldatengdan lífeyri) en 29,2% fá engar greiðslur frá fyrra búsetulandi. Sjá töflu 4a.

Tafla 4a.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


    Árið 2020 voru búsettir erlendis 1.239 ellilífeyrisþegar sem ekki voru með fulla ávinnslu réttinda en höfðu fyrir töku lífeyris búið í landi þar sem milliríkjasamningur er í gildi milli Íslands og fyrra búsetulands. Af þeim fá 51,3% erlendan grunnlífeyri frá fyrra búsetulandi, 45,8% fá aðrar greiðslur (m.a. iðgjaldatengdan lífeyri) en 2,9% fá engar greiðslur frá fyrra búsetulandi. Sjá töflu 4b.


Tafla 4b.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


5.     
    Bætur frá Tryggingastofnun eru miðaðar við endanlegan uppgerðan bótarétt fyrir nóvember (nema 2020, sem er enn óuppgert), en ekki endilega greiðslur sem viðkomandi fékk í nóvember. Aðrar tekjur en bætur frá Tryggingastofnun dreifast yfirleitt yfir allt árið. Nóvembergreiðslur, og þá sérstaklega bætur, eru þó að jafnaði undir meðaltali vegna meðaltals ársins, m.a. vegna áhrifa desember- og orlofsuppbóta. Sjá töflur 5a, 5b, og 5c.

Tafla 5a.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Tafla 5b.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Tafla 5c.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


    Rétt er að hafa í huga að þeir sem eru búsettir erlendis geta haft tekjur sem Tryggingastofnun hefur ekki upplýsingar um. Framfærslukerfi geta verið mismunandi á milli landa og geta því þeir sem eru búsettir erlendis haft tekjur sér til framfærslu sem koma ekki fram á skattframtali viðkomandi. Sjá töflur 5d og 5e.

Tafla 5d.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Tafla 5e.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


6.
    Með heildartekjum er átt við allar framtaldar tekjur og bætur, einnig tekjur sem ekki eru skattskyldar en þó t.d. ekki barnabætur, húsnæðisbætur og sumar bætur sveitarfélaga. Miðað er við tekjur í nóvember ár hvert. Sami fyrirvari er gerður og í svari við 5. tölulið fyrirspurnarinnar. Sjá töflur 6a og 6b.


Tafla 6a.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


    Hafa ber í huga að þeir sem eru búsettir erlendis geta haft tekjur sem Tryggingastofnun er ekki kunnugt um. Framfærslukerfi geta verið mismunandi á milli landa og geta því þeir sem eru búsettir erlendis haft framfærslu sem kemur ekki fram á skattframtali viðkomandi.

Tafla 6b.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.