Ferill 595. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 1009  —  595. mál.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um mansal.

Frá Kötlu Hólm Þórhildardóttur.


    Hver er staðan á aðgerðum sem boðaðar eru í skjalinu Áherslur stjórnvalda í aðgerðum gegn mansali og annars konar hagnýtingu, sem dómsmálaráðuneytið gaf út í mars 2019, þ.e. aðgerðum 4, 5 og 6 í II. kafla, um að byggð verði sérstök samhæfingarmiðstöð ekki síðar en á árinu 2020, að skilgreint verði formlegt ferli við að samræma verklagsreglur yfirvalda til að bera kennsl á þolendur mansals og að aðgengi þolenda mansals að nauðsynlegri þjónustu verði tryggt?


Skriflegt svar óskast.