Ferill 385. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 1256  —  385. mál.




Svar


fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn frá Þorsteini Sæmundssyni um innflutning á osti og kjöti.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hve mikið var flutt inn af osti í eftirfarandi flokkum á árinu 2019 og fyrstu sex mánuði ársins 2020:
                  a.      upprunamerktur ostur innan tollkvóta fyrir osta samkvæmt samningi við ESB um viðskipti með landbúnaðarvörur sem tók gildi 1. maí 2018 sem hafa vottun sem „Product of Geographic Indication“ (PGI) eða „Product of Designated Origin“ (PDO),
                  b.      annar ostur frá ESB-löndum innan tollkvóta samkvæmt samningi við ESB um viðskipti með landbúnaðarvörur sem tók gildi 1. maí 2018,
                  c.      ostur frá Noregi og Sviss sem fellur undir tollkvóta fyrir EFTA,
                  d.      ostur sem fluttur er inn samkvæmt auglýstum tollkvóta á grundvelli WTO-samningsins,
                  e.      annar innfluttur ostur sem almennir tollar eru greiddir af samkvæmt gildandi tollskrá?
     2.      Hve mikið var flutt inn af kjöti í eftirfarandi flokkum á árinu 2019 og fyrstu sex mánuði ársins 2020:
                  a.      samkvæmt tollkvóta í samningi við ESB um viðskipti með landbúnaðarvörur sem tók gildi 1. maí 2018,
                  b.      samkvæmt tollkvóta á grundvelli WTO-samningsins,
                  c.      samkvæmt tollkvóta fyrir EFTA,
                  d.      innflutningur á almennum tollum?
             Svar óskast sundurliðað eftir tegund kjöts, þ.e. nautakjöt, svínakjöt, alifuglakjöt, pylsur (tollskrárnúmer 1601), unnar kjötvörur (tollskrárnúmer 1602) og fuglsegg (tollskrárnúmer 0407).


    Í svarinu er byggt á gögnum sem Skatturinn tók saman og vann úr fyrir fjármála- og efnahagsráðuneytið.

1. Innflutningur á osti á árinu 2019 og fyrstu sex mánuði ársins 2020.
a. Upprunamerktur ostur innan tollkvóta fyrir osta samkvæmt samningi við ESB um viðskipti með landbúnaðarvörur sem tók gildi 1. maí 2018 sem hafa vottun sem „Product of Geographic Indication“ (PGI) eða „Product of Designated Origin“ (PDO).
    Árið 2019 voru alls tollafgreidd 73.996 kg af upprunamerktum ostum í vörulið 0406 á grundvelli ESB tollkvóta og 38.586 kg á fyrstu sex mánuðum ársins 2020.

b. Annar ostur frá ESB-löndum innan tollkvóta samkvæmt samningi við ESB um viðskipti með landbúnaðarvörur sem tók gildi 1. maí 2018.
    Árið 2019 voru alls tollafgreidd 216.923 kg af ostum á grundvelli ESB-tollkvóta í vörulið 0406 og 141.184 kg á fyrstu sex mánuðum ársins 2020.

c.     Ostur frá Noregi og Sviss sem fellur undir tollkvóta fyrir EFTA.
    Árið 2019 voru alls tollafgreidd 6 kg af osti á tollkvóta í vörulið 0406 á grundvelli sérstaks samnings milli Íslands og Noregs en engin sending tollafgreidd á fyrstu sex mánuðum ársins 2020 á grundvelli sömu heimildar. Árið 2019 voru alls tollafgreidd 6.999 kg af osti á tollkvóta í vörulið 0406 vegna samnings við Noreg og Sviss og 4.794 kg á fyrstu sex mánuðum ársins 2020, sbr. II. kafla í stofnsáttmála Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA-ríkjanna) varðandi landbúnað.

d.     Ostur sem fluttur er inn samkvæmt auglýstum tollkvóta á grundvelli WTO-samningsins.
    Árið 2019 voru alls tollafgreidd 118.947 kg af osti í vörulið 0406 á grundvelli WTO-tollkvóta og 98.993 kg á fyrstu sex mánuðum ársins 2020.

e.     Annar innfluttur ostur sem almennir tollar eru greiddir af samkvæmt gildandi tollskrá.
    Árið 2019 voru alls tollafgreidd 609.766 kg af osti í vörulið 0406 á almennum tolli samkvæmt viðauka I við tollalög eða samkvæmt tollkjörum samkvæmt ákvæðum fríverslunarsamnings og 315.295 kg á fyrstu sex mánuðum ársins 2020.

2. Innflutningur á kjöti á árinu 2019 og fyrstu sex mánuði ársins 2020.
a. Samkvæmt tollkvóta í samningi við ESB um viðskipti með landbúnaðarvörur sem tók gildi 1. maí 2018.
    Árið 2019 voru alls tollafgreidd á grundvelli ESB-tollkvóta:
     a )      393.290 kg af kjöti af dýrum af nautgripakyni, nýtt, kælt eða fryst í vörulið 0201 og 0202,
     b )      698.854 kg af svínakjöti, nýtt, kælt eða fryst í vörulið 0203,
     c )      815.880 kg af alifuglakjöti nýtt, kælt eða fryst í vörulið 0207,
     d )      132.860 kg af kjöt af lífrænt ræktuðum og lausagöngu alifuglum í vörulið 0207,
     e )      82.070 kg af söltuðu, þurrkuðu eða reyktu kjöti í vörulið 0210,
     f )      121.438 kg af pylsum og þess háttar kjöti í vörulið 1601
     g )      259.204 kg af öðru kjöti sem unnið er af öðru kjöti, hlutum af dýrum eða blóði, unnið eða varið skemmdum í vörulið 1602.
    Fyrstu sex mánuði ársins 2020 voru alls tollafgreidd á grundvelli ESB-tollkvóta:
     a )      262.487 kg af kjöti af dýrum af nautgripakyni, nýtt, kælt eða fryst í vörulið 0201 og 0202,
     b )      344.354 kg af svínakjöti, nýtt, kælt eða fryst í vörulið 0203,
     c )      427.993 kg af alifuglakjöti nýtt, kælt eða fryst í vörulið 0207,
     d )      100.000 kg af kjöt af lífrænt ræktuðu og lausagöngu alifuglum í vörulið 0207,
     e )      38.650 kg af söltuðu, þurrkuðu eða reyktu kjöti í vörulið 0210,
     f )      80.327 kg af pylsum og þess háttar kjöti í vörulið 1601
     g )      185.766 kg af öðru kjöti sem unnið er af öðru kjöti, hlutum af dýrum eða blóði, unnið eða varið skemmdum í vörulið 1602.

b. Samkvæmt tollkvóta í samningi við ESB um viðskipti með landbúnaðarvörur sem tók gildi 1. maí 2018.
    Árið 2019 voru alls tollafgreidd á grundvelli WTO tollkvóta:
     a )      94.812 kg af nautakjöti eða söltuðu, þurrkuðu og reyktu kjöti í vöruliðum 0202 eða 2010,
     b )      19.530 kg af svínakjöti í vöruliðum 0203 eða 0210,
     c )      5.000 kg af kinda- eða geitakjöti í vöruliðum 0204, 0206 eða 02010
     d )      58.769 kg af alifuglakjöti í vörulið 0207,
     e )      5.545 kg af fuglseggjum í skurn eða skurnlaus í vöruliðum 0407 eða 0408
     f )      82.657 kg af öðru kjöti sem unnið er af öðru kjöti, hlutum af dýrum eða blóði, unnið eða varið skemmdum í vörulið 1602.
    Fyrstu sex mánuði ársins 2020 voru alls tollafgreidd á grundvelli WTO-tollkvóta:
     a )      75.926 kg af nautakjöti eða söltuðu, þurrkuðu og reyktu kjöti í vöruliðum 0202 eða 2010,
     b )      0 kg af svínakjöti í vöruliðum 0203 eða 0210,
     c )      16.902 kg af kinda- eða geitakjöti í vöruliðum 0204, 0206 eða 02010,
     d )      59.000 af alifuglakjöti í vörulið 0207,
     e )      16.598 kg af fuglseggjum í skurn eða skurnlaus í vöruliðum 0407 eða 0408
     f )      73.048 kg af öðru kjöti sem unnið er af öðru kjöti, hlutum af dýrum eða blóði, unnið eða varið skemmdum í vörulið 1602.

c. Samkvæmt tollkvóta fyrir EFTA.
    Engin skráð nýting 2019 eða fyrstu sex mánuði ársins 2020.

d. Innflutningur á almennum tollum.
    Árið 2019 voru tollafgreidd á almennum tolli, sbr. viðauka I við tollalög eða á grundvelli tollkjara samkvæmt ákvæðum fríverslunarsamnings:
     a )      555 kg nautakjöt í vörulið 0201,
     b )      821.819 kg nautakjöt í vörulið 0202,
     c )      1.288.571 kg svínakjöt í vörulið 0203. Inn í magni er opinn tollkvóti á svínasíðum með og án beins í tollskrárnúmerum 0203.2902 og 0203.2909 á tímabilinu 20/05 – 23/06 2019.
     d )      39.249 kg kinda- eða geitakjöt í vörulið 0204,
     e )      12.791 kg ætir hlutar af dýrum af nautgripakyni, svínum, kindum, geitum, hestum, ösnum, múlösnum eða múldýrum, nýtt, kælt eða fryst í vörulið 0206,
     f )      1.379.237 kg kjöt af alifuglum í vörulið 0207,
     g )      18.285 kg annað kjöt og ætir hlutar af dýrum, nýtt, kælt eða fryst í vörulið 0208,
     h )      46.033 kg af svínafitu, án magurs kjöts, og alifuglafita, ekki brædd eða úrdregin á annan hátt, ný, kæld, fryst, söltuð, í saltlegi, þurrkuð eða reykt í vörulið 0209,
     i )      139.419 kg kjöt og ætir hlutar af dýrum, saltað, í saltlegi, þurrkað eða reykt; ætt mjöl, einnig fínmalað, úr kjöti eða hlutum af dýrum í vörulið 0210,
     j )      14.872 kg af fuglseggjum í skurn, ný, varin skemmdum eða soðin í vörulið 0407,
     k )      183.485 kg pylsur og þess háttar vörur úr kjöti, hlutum af dýrum eða blóði; matvæli gerð aðallega úr þessum vörum í vörulið 1601,
     l )      536.194 kg annað kjöt, hlutar af dýrum eða blóð, unnið eða varið skemmdum í vörulið 1602.
    Fyrstu sex mánuði ársins 2020 voru tollafgreidd á almennum tolli, sbr. viðauka I við tollalög eða á grundvelli tollkjara samkvæmt ákvæðum fríverslunarsamnings:
     a )      2.429 kg nautakjöt í vörulið 0201,
     b )      312.181 kg nautakjöt í vörulið 0202,
     c )      322.532 kg svínakjöt í vörulið 0203,
     d )      6.268 kg kinda- eða geitakjöt í vörulið 0204,
     e )      32.432 kg ætir hlutar af dýrum af nautgripakyni, svínum, kindum, geitum, hestum, ösnum, múlösnum eða múldýrum, nýtt, kælt eða fryst í vörulið 0206,
     f )      609.239 kg kjöt af alifuglum í vörulið 0207,
     g )      5.423 kg annað kjöt og ætir hlutar af dýrum, nýtt, kælt eða fryst í vörulið 0208,
     h )      12.276 kg af svínafitu, án magurs kjöts, og alifuglafita, ekki brædd eða úrdregin á annan hátt, ný, kæld, fryst, söltuð, í saltlegi, þurrkuð eða reykt í vörulið 0209,
     i )      39.880 kg kjöt og ætir hlutar af dýrum, saltað, í saltlegi, þurrkað eða reykt; ætt mjöl, einnig fínmalað, úr kjöti eða hlutum af dýrum í vörulið 0210,
     j )      3.572 kg af fuglseggjum í skurn, ný, varin skemmdum eða soðin í vörulið 0407,
     k )      114.120 kg pylsur og þess háttar vörur úr kjöti, hlutum af dýrum eða blóði; matvæli gerð aðallega úr þessum vörum í vörulið 1601,
     l )      284.820 kg annað kjöt, hlutar af dýrum eða blóð, unnið eða varið skemmdum í vörulið 1602.