Ferill 757. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 1292  —  757. mál.




Fyrirspurn


til félags- og barnamálaráðherra um leiðréttingu búsetuhlutfalls örorkulífeyrisþega.

Frá Halldóru Mogensen.


     1.      Hversu margir örorkulífeyrisþegar fá eða hafa fengið endurskoðun og leiðréttingu búsetuhlutfalls í kjölfar álits umboðsmanns Alþingis nr. 8955/2016?
     2.      Hversu margir þeirra hafa þegar fengið leiðréttingu búsetuhlutfalls og hversu margir bíða enn niðurstöðu Tryggingastofnunar?
     3.      Fyrir hversu marga hefur Tryggingastofnun ekki hafið vinnu við leiðréttingu búsetuhlutfalls?
     4.      Hversu margir umsækjendur um frummat hafa fengið fyrsta 75% örorkumat frá Tryggingastofnun frá og með 20.6.2018?
     5.      Hversu margir þeirra sem hafa fengið fyrsta 75% örorkumat frá og með 20.6.2018 fá nú greiddan örorkulífeyri miðað við hlutfallslegan framreikning?
     6.      Hversu margir þeirra sem hafa fengið fyrsta 75% örorkumat frá og með 20.6.2018 hafa tímabundið fengið greiddan örorkulífeyri miðað við hlutfallslegan framreikning á meðan Tryggingastofnun leysir úr því hvaða búsetuhlutfall skuli miða við?


Skriflegt svar óskast.