Ferill 659. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 1360  —  659. mál.




Svar


samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra við fyrirspurn frá Gunnari Braga Sveinssyni um ráðgjafarþjónustu, verktöku og tímabundin verkefni.


     1.      Hver hefur verið kostnaður ráðuneytisins við hvers kyns ráðgjafarþjónustu frá 1. janúar 2018?
    Kostnaður ráðuneytisins frá 1. janúar 2018 til 14. apríl 2021 er 139.813.466 kr. vegna kaupa á sérfræðiþjónustu og ráðgjöf. Um er ræða kostnað sem bókaður er á fjárlagaliðina 10-101 aðalskrifstofa samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins og 10-190 ýmis verkefni. Þjónusta þýðenda og túlka er undanskilin í töflunni. Eftirfarandi yfirlit sýnir kostnaðinn eftir árum og bókhaldslyklum Fjársýslu ríkisins án virðisaukaskatts:

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


     2.      Af hvaða fyrirtækjum eða einstaklingum hefur ráðgjafarþjónusta verið keypt á tímabilinu, hvenær hófst þjónustan og hvenær lauk henni, ef henni er lokið? Hve mikið hefur hverjum aðila verið greitt?
    Á framangreindu tímabili hefur ráðuneytið keypt sérfræðiþjónustu og ráðgjöf af eftirfarandi aðilum. Talin er upp þjónusta umfram 100 þús. kr. fyrir allt tímabilið.
     1.      Mannvit hf. Ráðgjafarvinna á árunum 2018–2020. Samtals voru greiddar 19.944.513 kr. fyrir vinnuna.
     2.      Goldberg Partners International. Ráðgjafarvinna á árinu 2018. Samtals voru greiddar 14.170.099 kr. fyrir vinnuna.
     3.      Syndis ehf./slf. Ráðgjafarvinna á árunum 2020–2021. Samtals voru greiddar 10.178.320 kr. fyrir vinnuna.
     4.      Eignarhaldsfélagið Birta ehf. Ráðgjafarvinna á árunum 2018–2021. Samtals voru greiddar 9.703.700 kr. fyrir vinnuna.
     5.      Analytica ehf. Ráðgjafarvinna á árunum 2018–2019. Samtals voru greiddar 5.852.315 kr. fyrir vinnuna.
     6.      Lagastofnun HÍ / Hodos slf. Lögfræðivinna á árunum 2019–2020. Samtals voru greiddar 5.526.000 kr. fyrir vinnuna.
     7.      RG ehf. Ráðgjafarvinna á árunum 2019–2020. Samtals voru greiddar 4.163.300 kr. fyrir vinnuna.
     8.      Sjá – viðmótsprófanir ehf. Hönnunarvinna á árunum 2019–2021. Samtals voru greiddar 3.958.625 kr. fyrir vinnuna.
     9.      Helgi Björnsson. Ráðgjafarvinna á árunum 2018–2019. Samtals voru greiddar 3.936.750 kr. fyrir vinnuna.
     10.      Intellecta ehf. Ráðgjafarvinna á árunum 2020–2021. Samtals voru greiddar 3.559.905 kr. fyrir vinnuna.
     11.      Ljómur ehf. Greiningarvinna á árinu 2019. Samtals voru greiddar 3.500.000 kr. fyrir vinnuna.
     12.      Sigrún Birna Sigurðardóttir. Ráðgjafarvinna á árinu 2019. Samtals voru greiddar 3.182.200 kr. fyrir vinnuna.
     13.      Réttur – Aðalsteinsson & Partners ehf. Ráðgjafarvinna á árinu 2019. Samtals voru greiddar 3.075.200 kr. fyrir vinnuna.
     14.      Intellecon ehf. Ráðgjafarvinna á árunum 2018–2019. Samtals voru greiddar 3.040.000 kr. fyrir vinnuna.
     15.      LEX ehf. Ráðgjafarvinna á árunum 2019 og 2021. Samtals voru greiddar 3.007.500 kr. fyrir vinnuna.
     16.      Háskólinn í Reykjavík ehf. Ráðgjafarvinna á árinu 2019. Samtals voru greiddar 2.400.000 kr. fyrir vinnuna.
     17.      Einar Guðmundsson. Hönnunarvinna á árunum 2018–2020. Samtals voru greiddar 2.300.000 kr. fyrir vinnuna.
     18.      Deloitte ehf. Ráðgjafarvinna á árinu 2020. Samtals voru greiddar 2.232.750 kr. fyrir vinnuna.
     19.      VSÓ Ráðgjöf ehf. Ráðgjafarvinna á árinu 2019. Samtals voru greiddar 1.919.050 kr. fyrir vinnuna.
     20.      RHA – Rannsóknamiðstöð HA. Ráðgjafarvinna á árinu 2018. Samtals voru greiddar 1.498.000 kr. fyrir vinnuna.
     21.      Sólskríkjan slf. Ráðgjafarvinna á árinu 2018. Samtals voru greiddar 1.350.000 kr. fyrir vinnuna.
     22.      Viaplan ehf. Ráðgjafarvinna á árunum 2018–2019. Samtals voru greiddar 1.345.500 kr. fyrir vinnuna.
     23.      Langanesbyggð. Ráðgjafarvinna á árinu 2021. Samtals voru greiddar 1.344.970 kr. fyrir vinnuna.
     24.      Matthías Sveinbjörnsson. Ráðgjafarvinna á árinu 2019. Samtals voru greiddar 1.297.500 kr. fyrir vinnuna.
     25.      Vottun hf. Ráðgjafarvinna á árunum 2018–2021. Samtals voru greiddar 1.194.400 kr. fyrir vinnuna.
     26.      Ögnaragn ehf. Myndbandagerð á árinu 2019. Samtals voru greiddar 1.139.553 kr. fyrir vinnuna.
     27.      Svavar Ingi Hermannsson. Ráðgjafarvinna á árunum 2018–2019. Samtals voru greiddar 1.130.250 kr. fyrir vinnuna.
     28.      Goðhóll ehf. Undirbúningur jafnlaunavottunar á árinu 2018. Samtals voru greiddar 1.038.700 kr. fyrir vinnuna.
     29.      Samband íslenskra sveitarfélaga. Kostnaðarhlutdeild í ráðgjafarverkefni á árinu 2018. Samtals voru greiddar 978.875 kr. fyrir vinnuna.
     30.      Reykjavík Capital ehf. Ráðgjafarvinna á árinu 2020. Samtals voru greiddar 960.000 kr. fyrir vinnuna.
     31.      Auðnast ehf. Ráðgjafarvinna á árinu árunum 2018–2020. Samtals voru greiddar 953.470 kr. fyrir vinnuna.
     32.      Stefanía Ósk Þórisdóttir. Ráðgjafarvinna á árinu 2018. Samtals voru greiddar 952.400 kr. fyrir vinnuna.
     33.      Lómur fjárfestingar ehf. Ráðgjafarvinna á árinu 2019. Samtals voru greiddar 915.000 kr. fyrir vinnuna.
     34.      Veðurvaktin ehf. Ráðgjafarvinna á árinu 2020. Samtals voru greiddar 823.550 kr. fyrir vinnuna.
     35.      Arkiteo ehf. Hönnunarvinna á árunum 2019–2021. Samtals voru greiddar 816.350 kr. fyrir vinnuna.
     36.      Helgi Jóhannesson. Ráðgjafarvinna á árinu 2020. Samtals voru greiddar 800.000 kr. fyrir vinnuna.
     37.      Ríkiskaup. Ráðgjafarvinna á árinu 2020. Samtals voru greiddar 708.400 kr. fyrir vinnuna.
     38.      Norconsult. Sérfræðiþjónusta á árinu 2021. Samtals voru greiddar 664.475 kr. fyrir vinnuna.
     39.      Jóhannes Tómasson. Ráðgjafarvinna á árunum 2019–2021. Samtals voru greiddar 662.500 kr. fyrir vinnuna.
     40.      Maskína – rannsóknir ehf. Starfsmannakannanir á árunum 2019–2021. Samtals voru greiddar 661.150 kr. fyrir vinnuna.
     41.      Ari Guðmundsson. Ráðgjafarvinna á árinu 2021. Samtals voru greiddar 655.000 kr. fyrir vinnuna.
     42.      KPMG ehf. Ráðgjafarvinna á árinu 2018. Samtals voru greiddar 532.350 kr. fyrir vinnuna.
     43.      GI rannsóknir ehf. Ráðgjafarvinna á árinu 2019. Samtals voru greiddar 530.250 kr. fyrir vinnuna.
     44.      Brandenburg ehf. Hönnunarvinna á árunum 2018–2021 . Samtals voru greiddar 501.248 kr. fyrir vinnuna.
     45.      Ásta Björg Pálmadóttir. Ráðgjafarvinna á árinu 2020. Samtals voru greiddar 470.800 kr. fyrir vinnuna.
     46.      Attentus – Mannauður og ráðgjöf ehf. Ráðgjafarvinna á árinu 2018. Samtals voru greiddar 459.465 kr. fyrir vinnuna.
     47.      Elva Ósk Ólafsdóttir. Ráðgjafarvinna á árinu 2019. Samtals voru greiddar 400.000 kr. fyrir vinnuna.
     48.      Gísli Gíslason. Ráðgjafarvinna á árinu 2018. Samtals voru greiddar 400.000 kr. fyrir vinnuna.
     49.      KLM sport ehf. Ráðgjafarvinna á árinu 2018. Samtals voru greiddar 400.000 kr. fyrir vinnuna.
     50.      Ernst & Young ehf. Ráðgjafarvinna á árinu 2019. Samtals voru greiddar 379.820 kr. fyrir vinnuna.
     51.      Brotið blað ehf. Ráðgjafarvinna á árunum 2020–2021. Samtals voru greiddar 234.365 kr. fyrir vinnuna.
     52.      Mið ehf. Ráðgjafarvinna á árinu 2020. Samtals voru greiddar 228.000 kr. fyrir vinnuna.
     53.      Capacent ehf. Ráðgjafarvinna á árinu 2018. Samtals voru greiddar 226.320 kr. fyrir vinnuna.
     54.      Strategía ehf. Ráðgjafarvinna á árinu 2021. Samtals voru greiddar 225.855 kr. fyrir vinnuna.
     55.      Marag ehf. Ráðgjafarvinna á árinu 2019. Samtals voru greiddar 209.000 kr. fyrir vinnuna.
     56.      G 47 ehf. Ráðgjafarvinna á árinu 2018. Samtals voru greiddar 159.200 kr. fyrir vinnuna.
     57.      Birgir Guðmundsson. Ráðgjafarvinna á árunum 2020–2021. Samtals voru greiddar 150.120 kr. fyrir vinnuna.
     58.      Marteinn Steinar Jónsson. Ráðgjafarvinna á árinu 2018. Samtals voru greiddar 150.000 kr. fyrir vinnuna.
     59.      NFP ehf. Ráðgjafarvinna á árinu 2018. Samtals voru greiddar 124.000 kr. fyrir vinnuna.
     60.      Creative Artists Iceland ehf. Ráðgjafarvinna á árinu 2019. Samtals voru greiddar 120.000 kr. fyrir vinnuna.
     61.      Háskóli Íslands. Ráðgjafarvinna á árinu 2020. Samtals voru greiddar 120.000 kr. fyrir vinnuna.
     62.      Media Group ehf. Ráðgjafarvinna á árinu 2020. Samtals voru greiddar 117.600 kr. fyrir vinnuna.
     63.      Fínlína ehf. Ráðgjafarvinna á árinu 2019. Samtals voru greiddar 116.560 kr. fyrir vinnuna.

     3.      Hve marga samninga hefur ráðuneytið gert um kaup á ráðgjöf, hvenær voru þeir gerðir, við hverja og til hve langs tíma?
    Með kaupum á þjónustu kemst á samningur á milli þjónustuveitanda og ráðuneytisins. Um samningsaðila, fjölda samninga og samningstíma vísast því til svars við 2. tölul.

     4.      Hvaða fyrirtæki eða einstaklingar hafa þegið verktakagreiðslur frá 1. janúar 2018?
    Greiðslur fyrir utanaðkomandi sérfræðiþjónustu og ráðgjöf eru ætíð í formi verktakagreiðslna og vísast því til svars við 2. tölul.

     5.      Hvaða einstaklingar hafa verið ráðnir í tímabundin verkefni frá 1. janúar 2018? Hvaða verkefni voru þeir ráðnir í og hvaða verkefnum er lokið?
    Eftirfarandi tafla sýnir þá einstaklinga sem hafa verið ráðnir til tímabundinna verkefna á því tímabili sem fyrirspurnin tekur til. Sumarstarfsmenn og starfsmenn sem eru ráðnir tímabundið í gegnum vinnumarkaðsúrræði eru hér ekki taldir með.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.