Ferill 514. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 1362  —  514. mál.




Svar


mennta- og menningarmálaráðherra við fyrirspurn frá Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur um fjölda nema í iðn- og verknámi.


     1.      Hversu margir sóttu um að hefja iðn- og verknám á árunum 2010–2020 og hversu margar umsóknir voru samþykktar?
    Eftirfarandi svör, sem einskorðast við löggiltar iðngreinar, bárust frá framhaldsskólum sem brautskrá nemendur úr iðnnámi. Um er að ræða nemendur sem koma beint úr grunnskóla og einnig eldri nemendur sem hefja iðnnám. Eins og sjá má getur verið nokkur munur á fjölda umsókna og fjölda samþykktra umsókna í tilteknum skólum. Sá munur getur skýrst af nokkrum þáttum, svo sem því að sami nemandi getur sótt um í fleiri skólum samtímis, umsækjandi uppfyllir ekki kröfur skóla um innritun á tiltekna braut, plássleysi í námshópi, skorti á aðstöðu og/eða skorti á sérhæfðum kennurum.
    Nokkrir skólar settu fyrirvara um uppgefinn fjölda umsókna og fjölda samþykktra umsókna í iðnnám og reyndist sumum skólum vandasamt að telja umsóknir. Fjölbrautaskólinn í Breiðholti telur t.d. að slíkar tölur séu ekki til í skólanum, þar sem umsóknarskráning er ekki gerð fyrir nemendur sem flytja sig milli brauta. Jafnframt gildir sú vinnuregla um kvöldskólanemendur að þeir skrá sig í áfanga á meðan laus pláss eru til staðar en eru hvorki samþykktir inn á brautir né þeim hafnað. Nemandi er gjarnan skráður á námsbraut eftir að innritun lýkur ef laus pláss eru fyrir hendi og þá er ekki gerð umsókn. Tölur vantar frá Menntaskólanum á Ísafirði og sömuleiðis frá snyrtiskólum sem hafa hætt starfsemi.

    Fjöldi umsókna í iðnnám skólaárin 2010/2011–2019/2020:

Skóli 10/11 11/12 12/13 13/14 14/15 15/16 16/17 17/18 18/19 19/20
Borgarholtsskóli 356 381 352 289 286 217 232 264 306 294
Fisktæknisk. Íslands ehf. 24 18
Fjölbrautask. Norðurl. vestra 71 82 38 45 32 68 45 48 39 84
Fjölbrautask. Suðurlands 58 60 66 59 67 56 63 80 116 85
Fjölbrautask. Suðurnesja 113 114 65 89 79 81 91 75 72 80
Fjölbrautask. Vesturlands 51 55 50 39 47 54 48 72 87 99
Framhaldssk. í Vestm.eyjum 2 6 5 3 2 4 5 3 24 2
Hárakademían 24 26 25 24 26 28
Landbúnaðarháskóli Íslands 17 20 38 27 22
Menntaskólinn í Kópavogi 84 123 142 175 216 218 268 266 258 315
Tækniskólinn 1.342 1.284 999 936 817 714 901 885 1.167 1.285
Verkmenntask. Austurlands 77 61 52 29 34 39 35 43 74 63
Verkmenntask. á Akureyri 169 199 195 162 196 188 219 244 253 254
Samtals: 2.171 2.166 1.789 1.664 1.642 1.477 1.740 1.760 2.215 2.353
Heimild: Tölur frá framhaldsskólum sem brautskrá nemendur úr löggiltu iðnnámi.

    Samþykktar umsóknir í iðnnám skólaárin 2010/2011–2019/2020:

Skóli 10/11 11/12 12/13 13/14 14/15 15/16 16/17 17/18 18/19 19/20
Borgarholtsskóli 218 305 253 225 238 174 203 214 238 218
Fisktæknisk. Íslands ehf. 21 16
Fjölbrautask. Norðurl. vestra 71 82 38 45 32 68 45 48 39 84
Fjölbrautask. Suðurlands 57 58 64 58 64 53 61 77 108 76
Fjölbrautask. Suðurnesja 65 90 42 69 57 66 69 57 43 58
Fjölbrautask. Vesturlands 42 47 45 34 40 49 36 66 78 62
Framhaldssk. í Vestm.eyjum 2 6 5 3 2 4 5 3 24 2
Hárakademían 14 16 16 16 18 18
Landbúnaðarháskóli Íslands 17 21 32 28 23
Menntaskólinn í Kópavogi 70 102 20 152 191 195 236 251 244 307
Tækniskólinn 773 843 700 744 681 592 695 712 740 779
Verkmenntask. Austurlands 76 57 42 27 31 38 27 42 71 59
Verkmenntask. á Akureyri 169 142 170 162 171 172 169 144 153 173
Samtals: 1.560 1.732 1.400 1.519 1.553 1.427 1.590 1.630 1.800 1.852
Heimild: Tölur frá framhaldsskólum sem brautskrá nemendur úr löggiltu iðnnámi.

    Samþykktum umsóknum fjölgaði á tímabilinu um tæp 18% frá skólaárinu 2010/2011 til 2019/2020 og tæp 30% frá skólaárinu 2015/2016 til 2019/2020.

Mynd 1. Fjöldi samþykktra umsókna í iðnnám skólaárin 2010/2011–2019/2020.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


     Heimild: Tölur frá framhaldsskólum sem brautskrá nemendur úr löggiltu iðnnámi.

     2.      Hversu margir luku iðn- og verknámi á árunum 2010–2020?
    Eftirfarandi svar einskorðast við löggiltar iðngreinar. Upplýsingar um hversu margir luku löggiltu iðnnámi skólaárin 2010/2011–2019/2020 bárust frá eftirtöldum framhaldsskólum sem brautskrá nemendur úr löggiltu iðnnámi.

Skóli 10/11 11/12 12/13 13/14 14/15 15/16 16/17 17/18 18/19 19/20
Borgarholtsskóli 60 105 88 107 96 82 91 89 98 106
Fisktæknisk. Íslands ehf. 2 2
Fjölbrautask. Norðurl. vestra 19 31 20 65 17 26 14 25 17 43
Fjölbrautask. Suðurlands 7 7 9 11 9 16 9 12 17 25
Fjölbrautask. Suðurnesja 15 29 17 21 14 14 18 15 36 24
Fjölbrautask. Vesturlands 28 34 20 18 41 25 30 26 37 37
Fjölbrautaskólinn í Breiðholti 107 78 104 81 77 84 67 95 100 98
Framhaldssk. í Vestm.eyjum 2 2 6
Hárakademían 14 15 15 14 15 15
Landbúnaðarháskóli Íslands 3 6 2 10 1 11 2 9
Menntaskólinn í Kópavogi 45 44 56 62 76 76 84 74 83 82
Tækniskólinn 300 318 272 285 282 256 235 198 204 238
Verkmenntask. Austurlands 6 6 4 11 4 4 11 13 8 9
Verkmenntask. á Akureyri 82 96 65 89 65 116 72 69 90 116
Samtals: 671 753 655 762 697 724 647 641 709 804
Heimild: Tölur frá framhaldsskólum sem brautskrá nemendur úr löggiltu iðnnámi.

    Tölurnar sýna sömuleiðis talsverða fjölgun brautskráninga úr löggiltu iðnnámi á tímabilinu, eða um tæplega 20% og um rúmlega 25% frá skólaárinu 2017/2018 til 2019/2020.

Mynd 2. Fjöldi brautskráðra úr iðnnámi skólaárin 2010/2011–2019/2020.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


     Heimild: Tölur frá framhaldsskólum sem brautskrá nemendur úr löggiltu iðnnámi.