Ferill 787. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 1416  —  787. mál.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um ráðningu aðstoðarmanna dómara í Hæstarétti.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


     1.      Hversu oft hefur verið ráðið í störf aðstoðarmanna dómara í Hæstarétti frá árinu 2006? Hversu lengi starfaði hver aðstoðarmaður sem ráðinn var eftir það tímamark og hversu lengi hafa núverandi aðstoðarmenn starfað? Hvar hlutu aðstoðarmennirnir lögfræðimenntun sína? Svar óskast sundurliðað eftir ári, háskóla og því hvort stöður hafa verið auglýstar opinberlega.
     2.      Hversu margir dómarar Hæstaréttar voru starfsmenn lagadeilda á tímabilinu og í hvaða starfshlutfalli voru þeir? Við hvaða lagadeildir störfuðu þeir eða starfa?
     3.      Telur ráðherra ástæðu til að skerpa á reglum um auglýsingaskyldu í stöður hjá Hæstarétti?


Skriflegt svar óskast.