Ferill 722. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 1435  —  722. mál.




Svar


heilbrigðisráðherra við fyrirspurn frá Óla Birni Kárasyni um rekstur Landspítala árin 2010–2020.


     1.      Hvernig þróuðust heildarframlög ríkisins til Landspítala árin 2010–2020? Óskað er eftir sundurliðun eftir árum, bæði á verðlagi ársins og á föstu verðlagi.
    Eftirfarandi tafla sýnir framlög til Landspítala. Í efri hlutanum eru framlögin á verðlagi hvers árs en í neðri hluta töflunnar hafa framlögin verið uppfærð miðað við launa- og verðlagsbreytingar samkvæmt forsendum fjárlaga til ársins 2020.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



     2.      Hvernig þróuðust á sama tíma framlög ríkisins til Landspítala sem hlutfall af útgjöldum ríkisins til heilbrigðismála og sem hlutfall af heildarútgjöldum ríkisins? Óskað er eftir sundurliðun eftir árum.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



     3.      Hver var árlegur brúttókostnaður launa á Landspítala í heild á sama tíma? Óskað er eftir sundurliðun eftir árum, bæði á verðlagi ársins og á föstu verðlagi. Einnig er óskað eftir sundurliðun eftir sviðum og undirsviðum, sbr. skipurit spítalans:
                  a.      Meðferðarsvið (bráðaþjónusta, lyflækninga- og endurhæfingarþjónusta, öldrunarþjónusta og geðþjónusta).
                  b.      Aðgerðasvið (skurðlækningaþjónusta, skurðstofur og gjörgæsla, krabbameinsþjónusta, hjarta- og æðaþjónusta og kvenna- og barnaþjónusta).
                  c.      Þjónustusvið (rannsóknaþjónusta, aðföng og umhverfi, lyfjaþjónusta, ráðgjafarþjónusta, fjarheilbrigðisþjónusta og heilbrigðis- og upplýsingatækni).
                  d.      Framkvæmdastjórn. Yfirstjórn.
                  e.      Fjármál. Mannauðsmál.

    Í töflunum tveimur hér á eftir má sjá þróun launakostnaðar Landspítala frá 2010. Miðað er við skipurit Landspítala sem tók gildi 1. apríl 2021. Í fyrri töflunni er kostnaður á verðlagi hvers árs en í síðari töflunni á föstu verðlagi.
    Vakin er athygli á því að á árinu 2010 voru fjárveitingar til spítalans lækkaðar umtalsvert í kjölfar efnahagshruns sem hafði mikil áhrif á alla starfsemi, t.d. var stöðugildum fækkað eins og nefnt er í svari við 5. tölul. fyrirspurnarinnar, en þar er sýnd heildarþróun stöðugilda frá árunum 2009 og 2008 fyrir efnahagshrun til samanburðar. Þegar skoða á þróun yfir tíma á rekstrartölum Landspítala er 2010 því almennt ekki raunsætt viðmiðunarár.
    Þess má og geta að fyrir utan vaxandi mannfjölda og hratt vaxandi eldri aldurshópa á þessu tímabili hefur spítalinn tekið við fjölmörgum nýjum verkefnum eða tekið á sig aukinn kostnað á móti hækkuðum fjárheimildum eða tekjum. Má þar t.d. nefna starfsemi St. Jósefsspítala í Hafnarfirði (að hluta), Rjóður, hvíldarheimili fyrir langveik börn, biðdeild fyrir aldraða á Vífilsstöðum, klíníska greiningu krabbameina í brjóstum, rekstur jáeindaskanna, rekstur Sjúkrahótels á lóð Landspítala, líknarhjúkrun í heimahúsi, ýmis verkefni tengd geðheilbrigðisstefnu og rekstur bráðadeildar vegna fíknivanda barna og unglinga. Auk þess hefur verið sett fé í ýmis verkefni er snúa að bættu fráflæði. Má þar nefna greiningardeild í bráðalyflækningum og útskriftardeild aldraðra, svo eitthvað sé nefnt. Hringbrautarverkefnið svokallaða, sem miðar að því að undirbúa starfsemi spítalans í nýju húsnæði, er einnig umfangsmikið verkefni og hefur farið vaxandi frá miðju tímabilinu.
    Síðast en ekki síst ber að nefna að árið 2020 hafði COVID-19-faraldur áhrif á mönnun og allan rekstur. Ráðningar bakvarðasveita og ýmis áhrif á breytileg launagjöld auk sérstakra ráðninga fyrir landamæraskimanir hafa áhrif á launagjöld og fjölda greiddra stöðugilda á því ári.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.






     4.      Hvernig þróaðist hlutfall launakostnaðar af heildarrekstrarkostnaði hvert ár?


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



     5.      Hver var heildarfjöldi starfsmanna og hver var heildarfjöldi stöðugilda á Landspítala í lok hvers árs? Hver var skipting starfsmanna eftir sviðum og undirsviðum spítalans á sama tímabili, sundurliðað eftir sviðum og starfsheitum, þ.e. læknum, hjúkrunarfræðingum, sjúkraliðum, lífeindafræðingum, riturum og svo framvegis? Óskað er eftir sundurliðun eftir árum.
    Fyrirspurnin snýr að tímabilinu 2010–2020 en vert er að nefna að heildarbreyting tímabilsins verður önnur ef miðað er við árin 2009 eða 2008. Efnahagshrunið hafði mjög mikil áhrif á rekstur Landspítala eins og þekkt er og árið 2010 er því ekki raunhæfur grunnpunktur þegar skoða skal þróun yfir ár. Minnt skal á að á árinu 2010 var nauðsynlegt að draga úr rekstri spítalans og þar með fækka stöðugildum umtalsvert eins og sést í eftirfarandi töflu. Heildarbreyting á fjölda starfsmanna frá 2008 er 20% og stöðugilda frá sama ári um 14%, á meðan fjölgun starfsmanna frá 2010 er 34% og fjölgun stöðugilda 24%. Hér er um umtalsverðan mun að ræða eingöngu vegna þess grunnárs sem er valið.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Fjöldi starfsmanna og stöðugilda eftir árum, sviðum, kjörnum og stéttarfélögum:
    Í meðfylgjandi töflum, sem hvorri um sig er skipt í fernt, má sjá fjölda starfsmanna annars vegar og fjölda greiddra dagvinnustöðugilda hins vegar. Í báðum er miðað við desember hvert ár, skipt eftir sviðum, kjörnum sviða og stéttarfélögum. Miðað er við skipurit Landspítala sem tók gildi 1. apríl 2021.

Þróun á fjölda starfsmanna frá 2010:


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.








Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.





Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Þróun á fjölda stöðugilda frá 2010:


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.






Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.





Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.





     6.      Hversu stór hluti starfsmanna Landspítala var í fullu starfi (100%) og hversu stór hluti í hlutastarfi? Óskað er eftir sundurliðun eftir árum.
    Miðað er við stöðuna 31. desember hvert ár. Unnið er út frá ráðningarhlutfalli starfsmanna. Undanskildir eru starfsmenn með tímavinnusamning og starfsmenn í fæðingarorlofi. Athuga skal að hlutastarf nær frá 10% upp í 99% starfshlutfall.

Ár Fjöldi í fullu starfi Fjöldi í hlutastarfi
2010 46,9% 53,1%
2011 45,3% 54,7%
2012 45,3% 54,7%
2013 43,7% 56,3%
2014 43,0% 57,0%
2015 42,4% 57,6%
2016 42,8% 57,2%
2017 43,3% 56,7%
2018 43,9% 56,1%
2019 43,7% 56,3%
2020 43,2% 56,8%

     7.      Hversu stór hluti starfsmanna Landspítala var í fullu starfi (100%) en fékk einnig launagreiðslur frá öðrum opinberum stofnunum sem fjármagnaðar voru af ríkinu að hluta eða öllu leyti? Hversu háar voru þær launagreiðslur og hvert var hlutfall þeirra af heildarlaunagreiðslum Landspítala til þessa hóps starfsmanna? Óskað er eftir sundurliðun eftir árum.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.