Ferill 656. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 1687  —  656. mál.




Svar


fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn frá Gunnari Braga Sveinssyni um ráðgjafarþjónustu, verktöku og tímabundin verkefni.


     1.      Hver hefur verið kostnaður ráðuneytisins við hvers kyns ráðgjafarþjónustu frá 1. janúar 2018?
    Ráðgjöf sem ráðuneyti og stofnanir kaupa er í bókhaldi flokkuð sem aðkeypt sérfræðiþjónusta. Um er að ræða keypta þjónustu ýmissa sérfræðinga sem lokið hafa háskólaprófi eða sambærilegu langskólanámi og eru verktakar en ekki launþegar. Sérfræðiþjónusta er ekki öll í formi ráðgjafar heldur er þar um að ræða kaup á þjónustu viðkomandi sérfræðinga og getur verið erfitt að greina þar á milli. Í svari þessu er ekki tekinn með kostnaður við kaup á þjónustu heilbrigðisstétta, túlka og þýðenda þótt í einhverjum tilvikum kunni að hafa verið um að ræða kaup á ráðgjöf. Þá er í svarinu ekki tilgreindur kostnaður vegna nefndarstarfa eða verkefna sem tengjast verkefnastofunni Stafrænt Ísland.
    Kostnaður aðalskrifstofu ráðuneytisins og tengdra verkefna vegna sérfræðiþjónustu nam samtals 396 millj. kr. á tímabilinu. Inni í þessari upphæð er kostnaður sem greiðist af fjárlagaviðfangi 09-190-190 Ýmis verkefni og felur í sér verkefni sem tengjast starfsemi ráðuneytisins en falla þó ekki undir reglubundna starfsemi þess. Fjöldi samninga samsvarar nokkurn veginn fjölda þeirra aðila sem ráðuneytið hefur átt viðskipti við, og upphaf og lok samningstíma endurspeglast að sama skapi í því hvenær greiðslur áttu sér stað. Um samningsaðila, fjölda samninga og samningstíma er vísað til fylgiskjals með svari þessu þar sem talin er upp þjónusta umfram 100.000 kr. á tímabilinu.

     2.      Af hvaða fyrirtækjum eða einstaklingum hefur ráðgjafarþjónusta verið keypt á tímabilinu, hvenær hófst þjónustan og hvenær lauk henni, ef henni er lokið? Hve mikið hefur hverjum aðila verið greitt?
    Vísað er til fylgiskjals með svari þessu.

     3.      Hve marga samninga hefur ráðuneytið gert um kaup á ráðgjöf, hvenær voru þeir gerðir, við hverja og til hve langs tíma?
    Vísað er til fylgiskjals með svari þessu.

     4.      Hvaða fyrirtæki eða einstaklingar hafa þegið verktakagreiðslur frá 1. janúar 2018?
    Greiðslur fyrir utanaðkomandi sérfræðiþjónustu eru í formi verktakagreiðslna. Vísað er til fylgiskjals með svari þessu.

     5.      Hvaða einstaklingar hafa verið ráðnir í tímabundin verkefni frá 1. janúar 2018? Hvaða verkefni voru þeir ráðnir í og hvaða verkefnum er lokið?
    Á tímabilinu hefur ráðuneytið gert ráðningarsamninga fyrir tímabundin verkefni við eftirfarandi aðila:
     a.      Sigríði Dís Guðjónsdóttur vegna vinnu við gerð hvítbókar um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið. Vinnu er lokið.
     b.      Val Árnason vegna verkefna á sviði eignaumsýslu ríkisins. Vinnu er lokið.
     c.      Ásdísi Sigurbergsdóttur vegna vinnu við uppsetningu fjárlagafrumvarps og fjármálaáætlunar. Vinnu er lokið.

Fylgiskjal.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.





Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.