Ferill 833. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 1898  —  833. mál.




Svar


fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn frá Þorsteini Sæmundssyni um kostnað við ferðir ráðherra innan lands.


     1.      Hver var kostnaður vegna ráðherrabílstjóra, þ.e. laun, launatengd gjöld og annar kostnaður, á árunum 2017–2019?
    Beinn kostnaður ráðuneytisins vegna ársins 2017 var 18.839.349 kr. Árið 2018 var beinn kostnaður 6.280.848 kr.
    Í apríl árið 2018 var rekstur ráðherrabíla og ráðherraaksturþjónusta flutt frá ráðuneytum til Umbru, þjónustumiðstöðvar Stjórnarráðsins, sem sinnir sameiginlegum rekstrarþáttum ráðuneytanna. Heildarkostnaður Umbru vegna allra ráðherrabílstjóra árið 2018 var að fjárhæð 119.285.519 kr. Árið 2019 var heildarkostnaður Umbru 188.623.152 kr.

     2.      Hver var rekstrarkostnaður ráðherrabíls á árunum 2017–2019? Ef bílar voru fleiri en einn óskast svar sundurliðað.
    Beinn rekstrarkostnaður ráðuneytisins við ráðherrabíl árið 2017 var 1.400.981 kr. Beinn rekstrarkostnaður árið 2018 (janúar – mars) var 1.181.698 kr.
    Rekstrarkostnaður Umbru vegna allra ráðherrabíla árið 2018 var að fjárhæð 22.271.279 kr., þar af afskriftir 8.448.700 kr. Árið 2019 var rekstrarkostnaðurinn 38.317.829 kr., þar af afskriftir 12.388.099 kr.

     3.      Hver var gistikostnaður vegna ferða ráðherra innan lands á árunum 2017–2019?
    Kostnaður vegna ársins 2017 var 76.405 kr.
    Kostnaður vegna ársins 2018 var 74.887 kr.
    Kostnaður vegna ársins 2019 var 51.178 kr.

     4.      Hverjar voru dagpeningagreiðslur vegna ferða ráðherra innan lands á árunum 2017–2019?
    Ráðherra fékk ekki dagpeningagreiðslur vegna ferða innan lands á þessum árum.

     5.      Hver var annar kostnaður vegna ferða ráðherra innan lands á árunum 2017–2019?
    Svar óskast sundurliðað eftir árum.

    Kostnaður vegna veitinga árið 2017 var 6.600 kr.
    Kostnaður vegna fargjalda innan lands árið 2017 var 628.404 kr.
    Kostnaður vegna fargjalda innan lands árið 2018 var 129.036 kr.
    Kostnaður vegna fargjalda innan lands árið 2019 var 138.234 kr.