Ferill 844. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 1922  —  844. mál.




Svar


dómsmálaráðherra við fyrirspurn frá Helgu Völu Helgadóttur um fjölda ofbeldismála.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hversu mörg ofbeldismál hafa komið til meðferðar hjá lögreglu frá byrjun árs 2020? Óskað er eftir upplýsingum um:
     a.      fjölda mála eftir tegund brota,
     b.      fjölda ofbeldisbrota í nánum samböndum og hlutfall þeirra af ofbeldisbrotum,
     c.      fjölda brota gegn börnum og tengsl gerenda við börn,
     d.      kyn og kynhneigð gerenda og þolenda,
     e.      fjölda mála eftir mánuðum.


    Aflað var upplýsinga frá embætti ríkislögreglustjóra um fjölda ofbeldismála sem komið hafa til meðferðar lögreglu frá upphafi árs 2020 og bárust upplýsingar fyrir tímabilið 1. janúar 2020 til 31. ágúst 2021. Ekki hafa verið gefnar út staðfestar tölur fyrir þetta tímabil og er því um bráðabirgðatölur að ræða.

    a. Fjöldi mála eftir tegund brota.

Manndráp og líkamsmeiðingar Fjöldi brota Fjöldi mála
Endurtekið eða á alvarlegan hátt ógnað lífi, heilsu eða velferð fjölskyldumeðlims (218b) 199 141
Heimilisofbeldi, stórfellt 31 26
Lífi eða heilsu annarra stofnað í augljósan háska af gáska eða á annan ófyrirleitinn hátt 42 39
Líkamsárás (217) 2.286 2.239
Líkamsárás, meiri háttar (218.1) 236 232
Líkamsárás, stórfelld (218.2) 210 204
Líkamsmeiðingar af gáleysi 47 47
Manndráp og tilraun til manndráps 20 17
Líkamsmeiðingar annað 34 30
Alls 3.105 2.820

    b. Fjöldi ofbeldisbrota í nánum samböndum og hlutfall þeirra af ofbeldisbrotum.

Fjöldi ofbeldisbrota í heimilisofbeldismálum 1.554 brot
Hlutfall ofbeldisbrota í heimilisofbeldismálum af öllum ofbeldisbrotum 50%

     c. Fjöldi brota gegn börnum og tengsl gerenda við börn.

    Fjöldi ofbeldisbrota þar sem brotaþoli er barn að aldri, þ.e. undir 18 ára, voru 262 brot, eða 8% af heildarfjölda ofbeldisbrota.
    Ekki er unnt að svara til um tengsl gerenda og brotaþola með tölfræðilegri úttekt.

     d. Kyn og kynhneigð geranda og þolanda í ofbeldisbrotum.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


    Ekki er unnt að svara til um kynhneigð gerenda og þolenda með tölfræðilegri úttekt.

     e. Fjöldi mála eftir mánuðum.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.