Ferill 28. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 28  —  28. mál.




Fyrirspurn


til innviðaráðherra um áhrif hækkunar fasteignamats.

Frá Ásthildi Lóu Þórsdóttur.


     1.      Hversu mikið má að óbreyttu ætla að álögur á eigendur íbúðarhúsnæðis aukist vegna áhrifa hækkunar fasteignamats 2023 á fasteignagjöld og eftir atvikum önnur gjöld sem taka mið af fasteignamati?
     2.      Hyggst ráðherra beita sér fyrir því að sveitarfélög lækki álagningarhlutfall gjalda sem taka mið af fasteignamati til að mæta hækkun fasteignamats um næstu áramót?
     3.      Telur ráðherra koma til greina að afnema beina tengingu fasteignagjalda og eftir atvikum annarra gjalda af húsnæði við fasteignamat eða gera lagabreytingar til að milda áhrif skarpra hækkana húsnæðisverðs á þau gjöld?
     4.      Telur ráðherra koma til greina að gera breytingar á skattkerfinu til að draga úr sjálfvirkri tengingu skatta og opinberra gjalda við gjaldstofna sem eru ekki á valdi kjörinna fulltrúa heldur háðir duttlungum markaðarins?


Skriflegt svar óskast.