Ferill 230. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 326  —  230. mál.




Fyrirspurn


til innanríkisráðherra um réttarstöðu þolenda.

Frá Jóhanni Páli Jóhannssyni.


     1.      Hvers vegna var ekki lagt fram stjórnarfrumvarp á 150. eða 151. löggjafarþingi um að þolendur kynferðisbrota fái formlega aðild að sakamáli eða flest þau réttindi sem aðilastaða veitir þegar réttað er yfir geranda eins og lagt var til í greinargerð sem unnin var fyrir stýrihóp forsætisráðherra um heildstæðar úrbætur að því er varðar kynferðislegt ofbeldi árið 2019?
     2.      Er unnið að slíku frumvarpi til breytinga á lögum um meðferð sakamála í dómsmálaráðuneytinu og verður frumvarpið lagt fram á yfirstandandi þingi?
     3.      Hyggst ráðherra beita sér fyrir auknum möguleikum þolenda í kynferðisbrota- og heimilisofbeldismálum til gjafsóknar?
     4.      Hvernig hyggst ráðherra beita sér fyrir bættri réttarstöðu þolenda kynferðisbrota og heimilisofbeldis? Hvaða aðgerðir verður ráðist í á kjörtímabilinu og hvernig verður umbótatillögum um bætta réttarstöðu brotaþola við meðferð sakamála, sem fram komu í tengslum við vinnu stýrihóps um heildstæðar úrbætur að því er varðar kynferðislegt ofbeldi árið 2019, fylgt eftir?


Skriflegt svar óskast.