Ferill 243. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 343  —  243. mál.




Fyrirspurn


til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um mengun í gamla vatnsbólinu í Keflavík, Njarðvík og við Keflavíkurflugvöll.

Frá Birgi Þórarinssyni.


     1.      Hvaða leysiefni, olía og önnur mengandi efni hafa fundist í grunnvatni í nágrenni Keflavíkur, Njarðvíkur, við Keflavíkurflugvöll og í vatnsbóli sem var aflagt um árið 1991? Óskað er eftir tæmandi yfirliti yfir þau efni sem fundust í vatnsbólinu og teljast líffræðilegir skaðvaldar.
     2.      Í hve miklum mæli fannst hvert hinna mengandi efna og hver eru viðmið heilbrigðisyfirvalda fyrir hámark viðkomandi mengandi efna á hverja mælieiningu í neysluvatnsbólum?
     3.      Hver þessara efna mældust yfir hættumörkum með tilliti til hugsanlegs heilsutjóns?
     4.      Hvaða heilsutjóni er hvert þeirra talið geta valdið?
     5.      Eru einhver áðurgreindra efna flokkuð sem krabbameinsvaldar, stökkbreytivaldar eða æxlunarskaðvaldar? Ef svo er, hver þeirra?
     6.      Í hve langan tíma má ætla að mengunin í gamla vatnsbólinu hafi verið viðvarandi þar til nýtt vatnsból var tekið í notkun? Hverjar kunna að vera afleiðingar mengunarinnar?


Skriflegt svar óskast.