Ferill 268. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 375  —  268. mál.




Fyrirspurn


til mennta- og barnamálaráðherra um aðlögun barna að skólastarfi.

Frá Ásthildi Lóu Þórsdóttur.


     1.      Hvernig er almennt staðið að aðlögun barna kvótaflóttafólks eða hælisleitenda og fylgdarlausra flóttabarna að skólastarfi hér á landi, hver er aðkoma ríkisins að því og hvernig er fjárveitingum til slíkra verkefna háttað?
     2.      Hvernig er almennt staðið að aðlögun barna með annað móðurmál en íslensku sem ekki hafa stöðu flóttafólks að skólastarfi hér á landi, hver er aðkoma ríkisins að því og hvernig er fjárveitingum til slíkra verkefna háttað?
     3.      Er gætt jafnræðis við móttöku og aðlögun barna kvótaflóttafólks, barna hælisleitenda, fylgdarlausra flóttabarna og annarra barna sem ekki hafa íslensku sem móðurmál í skólakerfinu og hvernig er það tryggt?
     4.      Hefur Menntamálastofnun gefið út sérstakt námsefni fyrir flóttabörn eða börn með annað móðurmál en íslensku? Ef ekki, hvers vegna ekki og hvenær má búast við að slíkt námsefni verði á boðstólum?
     5.      Með hvaða hætti hyggst ráðherra leggja áherslu á stuðning til aðlögunar barna af erlendum uppruna sem vísað er til í sáttmála um ríkisstjórnarsamstarf?


Skriflegt svar óskast.