Ferill 269. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 376  —  269. mál.




Fyrirspurn


til innviðaráðherra um fasteignamat 2021 vegna bílastæða við fjöleignarhús.

Frá Ásthildi Lóu Þórsdóttur.


     1.      Hefur Þjóðskrá brugðist við og leiðrétt mistök sem urðu við ákvörðun fasteignamats 2021 vegna bílastæða í bílageymslum sem tengjast íbúðum í fjöleignarhúsum? Ef svo er, hvernig? Ef ekki, hvers vegna ekki og telur ráðherra þá koma til greina að beita sér fyrir því og hvernig? Gæti komið til greina að beita heimild ráðherra skv. 32. gr. laga um skráningu og mat fasteigna, nr. 6/2001, til að krefja Þjóðskrá um að taka umræddar fasteignir til endurmats?
     2.      Telur ráðherra það eðlilegt að fasteignaeigendur þurfi að sækja rétt sinn sjálfir og fara fram á endurmat fasteigna fyrir árið 2021 vegna íþyngjandi mistaka hjá Þjóðskrá Íslands, eða telur ráðherra réttara að stofnunin hefði sjálf frumkvæði að því að leiðrétta mistök sín?
     3.      Hvert er umfang mistakanna, talið annars vegar í fjölda fasteigna og hins vegar í þeirri samanlögðu fjárhæð sem virði bílastæða var ofmetið um? Svar óskast skipt eftir sveitarfélögum.
     4.      Hversu háar fjárhæðir má ætla að hlutaðeigandi fasteignaeigendur hafi ofgreitt í fasteignaskatta og eftir atvikum stimpilgjöld af eignum sem hafa gengið kaupum og sölu vegna fyrrnefndra mistaka Þjóðskrár? Svar óskast skipt eftir sveitarfélögum.
     5.      Hyggst ráðherra beita sér fyrir því að sveitarfélög endurgreiði fasteignaeigendum oftekna fasteignaskatta vegna fyrrnefndra mistaka Þjóðskrár og ríkissjóður eftir atvikum stimpilgjöld af hlutaðeigandi eignum sem hafa gengið kaupum og sölum?


Skriflegt svar óskast.