Ferill 273. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 382  —  273. mál.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um einstaklinga sem leitað hafa eftir geðþjónustu.

Frá Evu Sjöfn Helgadóttur.


     1.      Hversu mörg hafa leitað til Landspítala og Sjúkrahússins á Akureyri vegna geðsjúkdóma eða geðvandamála undanfarin fimm ár? Hversu mörg þeirra voru lögð inn, hversu mörg hlutu göngudeildarþjónustu, hversu mörg fengu ávísað lyfjum og hversu mörgum var vísað frá? Hversu mörg þeirra sem vísað var frá höfðu áður leitað þjónustu geðdeildar? Svar óskast sundurliðað eftir sjúkrastofnun.
     2.      Hversu mörg þeirra sem leituðu til geðdeildar undanfarin fimm ár tóku eigið líf á 12 mánaða tímabili eftir að þau leituðu til geðdeildar? Hversu mörg þeirra höfðu verið lögð inn, hversu mörg hlutu göngudeildarþjónustu, hversu mörg fengu ávísað lyfjum og hversu mörgum var vísað frá? Hversu mörg þeirra sem vísað var frá höfðu áður leitað þjónustu geðdeilda?
     3.      Hver var meðallengd innlagnar þeirra einstaklinga sem vísað er til í 1. og 2. tölul.?
     4.      Hversu mörg á mánuði leituðu að meðaltali til bráðamóttöku geðdeildar Landspítalans sl. 5 ár?
     5.      Hversu mörg á mánuði leituðu að meðaltali til bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi utan opnunartíma bráðamóttöku geðdeildar sl. fimm ár?


Skriflegt svar óskast.