Ferill 289. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 403  —  289. mál.




Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um starfslokaaldur hjá opinberum hlutafélögum í eigu ríkisins.

Frá Birgi Þórarinssyni.

     1.      Hvaða reglur gilda um starfslok starfsmanna sem starfa hjá hlutafélagi sem er að fullu í eigu ríkisins? Eru þessar reglur mismunandi milli opinberra hlutafélaga (ohf.)?
     2.      Hafa ríkisstarfsmenn haldið áunnum réttindum sínum hvað starfslok varðar þegar ríkisfyrirtæki er breytt í opinbert hlutafélag? Hefur verið farið með þessi réttindi með mismunandi hætti milli opinberra hlutafélaga?
     3.      Hversu mörgum hefur verið sagt upp störfum vegna aldurs hjá hlutafélögum að fullu í eigu ríkisins sl. 4 ár? Um hvaða hlutafélög var að ræða?
     4.      Við hve marga þeirra starfsmanna sem vísað er til í 3. tölul. var gerður starfslokasamningur sem fól í sér betri kjör en fólust í almennum ákvæðum kjarasamninga?
     5.      Hver var aldur þeirra starfsmanna sem var sagt upp vegna aldurs?
     6.      Hver er skoðun ráðherra á því að sömu reglur eigi að gilda um starfslok ríkisstarfsmanna og starfsmanna hjá hlutafélagi að fullu í eigu ríkisins?


Skriflegt svar óskast.