Ferill 292. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 406  —  292. mál.




Fyrirspurn


til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um náttúruminjaskrá.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


     1.      Hvenær var náttúruminjaskrá síðast gefin út og birt með auglýsingu í Stjórnartíðindum líkt og kveðið er á um í lögum um náttúruvernd að gert skuli á fimm ára fresti?
     2.      Hvenær var síðasta fimm ára framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár (áður náttúruverndaráætlun) lögð fyrir sem þingsályktunartillaga á Alþingi?
     3.      Hvar stendur vinna við undirbúning næstu fimm ára framkvæmdaáætlunar náttúruminjaskrár og hvenær má vænta þess að hún verði lögð fram á Alþingi sem tillaga til þingsályktunar?


Skriflegt svar óskast.