Ferill 299. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 414  —  299. mál.




Fyrirspurn


til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um landsmarkmið í loftslagsmálum.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


     1.      Hvenær kynnir ríkisstjórnin uppfærð landsmarkmið í loftslagsmálum, líkt og aðildarríki Parísarsamningsins voru hvött til í lokayfirlýsingu COP26 í Glasgow í nóvember sl.?
     2.      Í hverju mun slík uppfærsla helst felast, sérstaklega gagnvart loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna og Evrópusambandinu?
     3.      Verða uppfærð markmið í takt við það sem nauðsynlegt er til að standa við markmið Parísarsamningsins um að halda hnattrænni hlýnun innan við 1,5°C?


Skriflegt svar óskast.