Ferill 136. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 415  —  136. mál.




Svar


dómsmálaráðherra við fyrirspurn frá Arndísi Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur um fjölda umsækjenda um alþjóðlega vernd sem hafa stöðu flóttamanns í öðru ríki.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hversu margir einstaklingar hafa sótt um alþjóðlega vernd á Íslandi síðustu tíu ár, eftir að hafa áður verið veitt slík vernd í öðru ríki? Svarið óskast sundurliðað eftir árum og mánuðum og ríkjum þar sem viðkomandi hafði áður verið veitt vernd.

    Upplýsingar um vernd umsækjenda í öðru ríki voru ekki skráðar hjá Útlendingastofnun með samfelldum hætti fyrr en árið 2018. Umbeðin gögn ná því ekki lengra aftur en það.
    Í eftirfarandi töflum er að finna nákvæm svör við fyrirspurn þingmannsins. Í stuttu máli eru aðalatriðin þau að umsóknir um vernd frá þeim sem þegar njóta verndar urðu flestar 341 árið 2020 sem var rétt um helmingur allra umsókna það árið. Árið 2021 voru slíkar umsóknir rúmur fimmtungur allra umsókna, um 187 talsins. Yfirgnæfandi meiri hluti þessara umsækjenda njóta þegar verndar í Grikklandi eða 177 af 187, átta á Ítalíu og einn frá hvoru ríki, Kýpur og Frakklandi.

2018 2019 2020 2021
Heildarfjöldi umsækjenda um vernd 800 867 654 871
Heildarfjöldi umsækjenda um vernd með vernd í öðru ríki 131 207 341 187
Hlutfall umsækjenda um vernd með vernd í öðru ríki 16% 24% 52% 21%

Umsækjendur um vernd, með vernd í öðru ríki, eftir mánuði umsóknar.

2018 2019 2020 2021
janúar 4 13 15 28
febrúar 2 27 17 9
mars 8 19 10 20
apríl 4 10 2 14
maí 5 7 8
júní 11 13 10 26
júlí 9 23 84 13
ágúst 16 13 40 16
sepember 22 33 52 6
október 15 16 67 9
nóvember 19 14 15 30
desember 16 19 29 9

Umsækjendur um vernd, með vernd í öðru ríki, eftir ríkjum sem veittu verndina.

2018 2019 2020 2021
Grikkland 58 148 264 177
Ungverjaland 22 12 55
Ítalía 33 27 11 8
Malta 9 11 4
Þýskaland 5 2 1 1
Frakkland 1 5
Austurríki 3
Svíþjóð 2
Rúmenía 2 1
Kýpur 1 1
Búlgaría 1
Sviss 1
Finnland 1