Ferill 324. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 459  —  324. mál.




Fyrirspurn


til mennta- og barnamálaráðherra um laun og styrki til afreksíþróttafólks.

Frá Guðrúnu Hafsteinsdóttur.


     1.      Í hvaða farvegi er sú vinna í ráðuneytinu sem segir um í stjórnarsáttmála að „áfram verði unnið með félagasamtökum að því að efla umgjörð um afreksstarf íþróttafólks, þar sem verði m.a. litið til eflingar afreksíþróttasjóðs og ferðajöfnunarsjóðs“? Er unnið að því að móta heildstæða stefnu hvað varðar afreksíþróttamenn?
     2.      Hvers konar fyrirkomulag sér ráðherra fyrir sér á þessu? Mun ráðherra t.d. horfa frekar til þess að afreksíþróttamenn fái laun en styrki?
     3.      Hyggst ráðherra taka upp fyrirkomulag þar sem afreksíþróttafólk í öllum greinum geti sótt um slík laun eða styrki?
     4.      Hvenær sér ráðherra fyrir sér að afreksíþróttafólk geti sótt um slíka framfærslu hjá ríkinu?


Skriflegt svar óskast.