Ferill 360. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 506  —  360. mál.




Fyrirspurn


til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um endurheimt votlendis.

Frá Líneik Önnu Sævarsdóttur.


     1.      Hvernig eru áhrif af endurheimt votlendis metin?
     2.      Hvernig er við mat á áhrifum af endurheimt votlendis:
                  a.      metið hvort framræsluskurður í landi þurrkar í raun landið umhverfis skurðinn,
                  b.      lífrænt efni í jarðvegi metið,
                  c.      lagt mat á áhrifasvæði skurðar eða framræslu sem ætlunin er að fylla upp í,
                  d.      áhrif endurheimtar votlendis á mannvirki, vegi eða tún metin,
                  e.      áhrif endurheimtar votlendis á framtíðarnot fyrir landbúnaðarland metin?
     3.      Hvaða gögn ber að leggja fram með umsókn til sveitarfélags um framkvæmdaleyfi til endurheimtar votlendis, sbr. reglugerð nr. 772/2012?
     4.      Hver er upplýsingaskylda sveitarfélags gagnvart eigendum aðliggjandi jarða vegna mögulegra áhrifa endurheimtar votlendis?
     5.      Hver er upplýsingaskylda sveitarfélags gagnvart eigendum mannvirkja, vega eða túna sem liggja að votlendi sem ætlunin er að endurheimta?
     6.      Hver ber skaðabótaábyrgð ef endurheimt votlendis leiðir til tjóns á mannvirkjum, vegum eða túnum?