Ferill 388. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 552  —  388. mál.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um vopnaburð lögreglu.

Frá Hafdísi Hrönn Hafsteinsdóttur.


     1.      Hvaða verkferlum þarf lögreglumaður á vettvangi að fylgja til að mega grípa til skotvopns?
     2.      Hversu langan tíma tekur lögreglumann að grípa til skotvopns þegar þess þarf?
     3.      Hyggst ráðherra beita sér fyrir því að styttur verði sá tími sem tekur lögreglumann að grípa til skotvopns?
     4.      Hyggst ráðherra sjá lögreglunni fyrir rafvopnum? Ef svo er, með hvaða hætti?


Skriflegt svar óskast.