Ferill 395. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Prentað upp.

Þingskjal 569  —  395. mál.
Ráðherra.




Fyrirspurn


til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um aðgerðir til að varna olíuleka úr flaki El Grillo.

Frá Lenyu Rún Taha Karim.


     1.      Hyggst ráðherra grípa til aðgerða til að varna olíuleka úr flaki El Grillo í Seyðisfirði með varanlegum hætti? Ef svo er, hvenær og hvernig?
     2.      Hyggst ráðherra fara eftir tillögu starfshóps frá því í janúar og fjármagna aðgerðir til að stöðva mengun uns varanleg lausn finnst?


Skriflegt svar óskast.