Ferill 404. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 581  —  404. mál.




Fyrirspurn


til innviðaráðherra um framlag vegna stofnkostnaðar við vatnsveitur á lögbýlum.

Frá Höllu Signýju Kristjánsdóttur.


    Telur ráðherra ástæðu til að hækka þá upphæð sem heimilt er að greiða úr Jöfnunarsjóði vegna stofnkostnaðar við vatnsveitur á lögbýlum, sbr. reglugerð nr. 180/2016, úr 25 millj. kr. árlega í ljósi kröfu um aukin vatnsgæði við framleiðslu landbúnaðarafurða og í ferðaþjónustu? Hyggst ráðherra beita sér í þessu og þá hvernig?


Skriflegt svar óskast.