Ferill 412. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 591  —  412. mál.




Fyrirspurn


til matvælaráðherra um endurheimt vistkerfa.

Frá Evu Dögg Davíðsdóttur.


     1.      Hvernig hyggst ráðherra fylgja eftir markmiðum verkefnis Sameinuðu þjóðanna Áratugur endurheimtar vistkerfa í tengslum við loftslagsaðgerðir, landnotkun og við verndun og endurheimt votlendis og líffræðilegs fjölbreytileika?
     2.      Hver er stefna ráðherra að því er snertir uppgræðslu lands og bindingu gróðurhúsalofttegunda í jarðvegi og gróðri? Hvernig tekur sú stefna mið af líffræðilegum fjölbreytileika þeirra svæða sem græða þarf?
     3.      Hyggst ráðherra leggja aukna áherslu á stefnu stjórnvalda frá 2018 um bætta landnýtingu í þágu loftslagsmála?


Skriflegt svar óskast.