Ferill 423. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 604  —  423. mál.




Fyrirspurn


til forsætisráðherra um málarekstur ráðherra fyrir dómstólum.

Frá Þorgerði K. Gunnarsdóttur.


    Hvaða viðmið eða reglur gilda þegar ráðherra í ríkisstjórn ákveður að fara með mál fyrir dómstóla og eftir atvikum áfrýja málum? Hvaða mat fer fram á almannahagsmunum, t.d. fjárhagslegum hagsmunum ríkisins, þegar slík ákvörðun er tekin? Eru jafnréttissjónarmið lögð til grundvallar?