Ferill 353. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 618  —  353. mál.




Svar


háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra við fyrirspurn frá Lilju Rannveigu Sigurgeirsdóttur um farsímasamband í dreifbýli.


     1.      Hversu mörg lögheimili í dreifbýli voru án farsímasambands árin 2021 og 2020? Svar óskast sundurliðað eftir póstnúmerum.
    Árin 2020 og 2021 voru 122 og 117 lögheimili með lítið eða ekkert samband samkvæmt eigin útbreiðsluspám farsímafélaganna. Sjá nánari forsendur og töflu hér á eftir.

     2.      Hversu mörg lögheimili í dreifbýli bjuggu við stopult farsímasamband árin 2021 og 2020? Svar óskast sundurliðað eftir póstnúmerum.
    Árin 2020 og 2021 voru 1.701 og1.693 lögheimili með slitrótt eða stopult samband samkvæmt eigin útbreiðsluspám farsímafélaganna. Sjá nánari forsendur og töflu hér á eftir.

     3.      Hvað hyggst ráðherra gera til að ráða bætur á farsímasambandi í dreifðum byggðum og tryggja fjarskiptaöryggi íbúa?
    Samanber greiningu Fjarskiptastofu eru rúmlega 100 lögheimili sem búa við lítið eða ekkert farsímasamband utan dyra árið 2021 sem þýðir enn lakara eða ekkert farsímasamband innan dyra. Um er að ræða áætlun sem byggir á spálíkönum frá farsímafélögunum en ekki formlegum raunmælingum. Raunveruleg staða getur því verið bæði betri og verri í einhverjum tilvikum. Með það að markmiði að láta sannreyna þessa stöðu og meta jafnframt þörf fyrir aðgerðir til úrbóta til skemmri tíma hyggst ráðherra fela Fjarskiptastofu og Neyðarlínunni að greina þessi lögheimili nánar með tilliti til þess hvort þau hafi aðgang að ljósleiðara eða þeim standi til boða að fá slíka tengingu í ár á grundvelli Ísland ljóstengt eða hvort Neyðarlínan hafi þegar gert úrbætur eða telji forsendur til að gera þar úrbætur á grundvelli útnefningar félagsins sem alþjónustuveitanda í fjarskiptum. Inntak alþjónustunnar samkvæmt útnefningunni er símaþjónusta og nothæf internetþjónusta sem skal skila a.m.k. 10 Mb/s meðaltalshraða á sólarhring. Símaþjónustan skal uppfylla núgildandi gæðaviðmið innan alþjónustu sem Fjarskiptastofa hefur gefið út, t.d. hvað varðar uppitíma og viðbragðstíma vegna bilana, með tilliti til þeirrar ólíku tækni sem notast er við hverju sinni.
    Þá mun ráðherra biðja fjarskiptasjóð að fylgjast með þróun mála og meta forsendur fjárhagslegrar aðkomu sinnar að nauðsynlegum úrbótum hafi önnur úrræði verið fullreynd. Með þessum hætti verður brugðist strax við gagnvart þeim lögheimilum um land allt sem standa líklega verst og þeim tryggt lágmarksfjarskiptaöryggi sem getur falist í öðrum sértækari, hagkvæmari og fljótlegri lausnum en að byggja frá grunni nýja fjarskiptastaði fyrir farnetssenda.
    Farsímaþjónusta út af fyrir sig er ekki lögboðin þjónusta á lögheimilum landsins sem ríkinu ber að tryggja. Inn í þessa mynd spilar vissulega niðurlagning Símans á heimasímanum (PSTN) sem notast við gömlu koparlínurnar og er langt komin í framkvæmd. Þar er verið að leggja niður þráðbundið talsímakerfi sem þjónað hefur lögheimilum til margra áratuga sem eðlilega getur skapað óöryggi. Í stað þeirrar þjónustu er að jafnaði boðin talsímaþjónusta yfir nettengingu. Rétt er þó að benda á þá staðreynd að 4G farnetsþjónusta er þegar aðgengileg 99,9% lögheimila landsins.
    Hvað hver og einn einstaklingur telur vera tryggt fjarskiptaöryggi á hverjum tíma er mismunandi og háð aðstæðum. Margt getur haft áhrif á upplifun notenda, svo sem langdrægni loftneta í farsímum o.fl. Frá sjónarhóli stjórnvalda er þó brýnast að öll lögheimili landsins geti að lágmarki átt samskipti við 112, óháð því hvaða tækni er notuð til þess, og tekur fyrrgreind aðgerðaáætlun mið af því. Þannig er tryggt lágmarksfjarskiptaöryggi allra lögheimila landsins.

Forsendur fyrir niðurstöðum Fjarskiptastofu.
    Niðurstöður byggja á útbreiðsluspálíkönum fjarskiptafyrirtækja en ekki beinum mælingum á útbreiðslu tiltekinna eftirfarandi farsíma- (2G) og farnetskerfa (3G og 4G). Um er að ræða:
          2G og 3G hjá Símanum,
          2G og 3G hjá Vodafone og
          3G og 4G hjá Nova.
    Gæði talsambands innandyra:
          Gott samband. Gott samband innandyra.
          Slitrótt samband. Ágætis samband utandyra en slitrótt innandyra og ólíklegt að merkið sé sterkt um allt húsið (gæti verið gott við glugga o.s.frv.).
          Lítið/ekkert samband. Lélegt eða ekkert samband utandyra og því ekkert samband innandyra.
    Niðurstöðurnar byggjast á besta merki frá einu fjarskiptafélagi .
    U pplýsingar um lögheimili eru fengnar úr Þjóðskrá og flokkun í dreifbýli er gerð eftir mannvirkjalagi LMÍ .
    Ekki er horft til þess í þessu sambandi hvort heilsársbúseta sé á umræddum lögheimilum.
    Öll póstnúmer voru til skoðunar hjá Fjarskiptastofu þar sem mörk póstnúmera og dreifbýlis/dreifbýlis eru ekki hin sömu, þ.e. lögheimili í dreifbýli kunna að vera í póstnúmeri sem jafnan er talið vera fyrir þéttbýli og öfugt.
    Sjá nánar áætluð gæði farsíma- og farnets á lögheimilum í dreifbýli 2020 og 2021 flokkað eftir póstnúmerum í eftirfarandi töflu.

Póst nr.

Fjöldi lögheimila í dreifbýli

Gott samband 2020
Slitrótt samband 2020 Lítið/ ekkert samband 2020 Gott samband 2021 Slitrótt samband 2021

Lítið/ekkert samband 2021

101
0 0 0 0 0 0 0
102 0 0 0 0 0 0 0
103 0 0 0 0 0 0 0
104 0 0 0 0 0 0 0
105 0 0 0 0 0 0 0
107 0 0 0 0 0 0 0
108 0 0 0 0 0 0 0
109 4 4 0 0 4 0 0
110 110 110 0 0 110 0 0
111 1 1 0 0 1 0 0
112 2 2 0 0 2 0 0
113 9 9 0 0 9 0 0
116 0 0 0 0 0 0 0
161 5 5 0 0 5 0 0
162 84 78 3 3 78 3 3
170 1 1 0 0 1 0 0
190 34 34 0 0 34 0 0
191 24 13 11 0 13 11 0
200 269 269 0 0 269 0 0
201 0 0 0 0 0 0 0
203 3 3 0 0 3 0 0
206 5 1 4 0 1 4 0
210 58 58 0 0 58 0 0
220 4 4 0 0 4 0 0
221 3 3 0 0 3 0 0
225 5 5 0 0 5 0 0
230 74 74 0 0 74 0 0
233 2 2 0 0 2 0 0
235 0 0 0 0 0 0 0
240 5 5 0 0 5 0 0
241 17 17 0 0 17 0 0
245 0 0 0 0 0 0 0
246 20 15 5 0 15 5 0
250 1 1 0 0 1 0 0
251 1 1 0 0 1 0 0
260 0 0 0 0 0 0 0
262 0 0 0 0 0 0 0
270 94 94 0 0 94 0 0
271 46 42 4 0 42 4 0
276 87 52 29 6 52 29 6
300 0 0 0 0 0 0 0
301 168 133 34 1 133 34 1
310 6 6 0 0 6 0 0
311 345 215 127 3 215 127 3
320 98 73 25 0 76 22 0
340 1 1 0 0 1 0 0
341 26 23 2 1 23 2 1
342 37 18 19 0 18 19 0
345 5 4 1 0 4 1 0
350 3 3 0 0 3 0 0
351 19 12 7 0 12 7 0
355 0 0 0 0 0 0 0
356 52 35 14 3 39 12 1
360 3 3 0 0 3 0 0
370 0 0 0 0 0 0 0
371 156 93 54 9 93 54 9
380 3 3 0 0 3 0 0
381 54 24 23 7 24 23 7
400 7 7 0 0 7 0 0
401 16 8 7 1 9 4 3
410 1 1 0 0 1 0 0
415 2 2 0 0 2 0 0
416 6 3 1 2 3 1 2
420 1 1 0 0 1 0 0
421 5 2 3 0 2 3 0
425 0 0 0 0 0 0 0
426 23 15 4 4 15 4 4
430 0 0 0 0 0 0 0
431 5 0 3 2 0 3 2
450 0 0 0 0 0 0 0
451 46 18 23 5 18 23 5
460 3 3 0 0 3 0 0
461 10 7 1 2 7 1 2
465 0 0 0 0 0 0 0
466 11 4 4 3 4 4 3
470 0 0 0 0 0 0 0
471 23 21 2 0 21 2 0
500 49 27 21 1 27 21 1
510 0 0 0 0 0 0 0
511 47 36 10 1 36 10 1
512 5 1 0 4 1 0 4
520 5 5 0 0 5 0 0
524 27 20 4 3 20 4 3
530 3 3 0 0 3 0 0
531 144 84 59 1 84 59 1
540 10 10 0 0 10 0 0
541 157 87 65 5 87 65 5
545 0 0 0 0 0 0 0
546 21 18 3 0 18 3 0
550 6 6 0 0 6 0 0
551 156 101 50 5 101 50 5
560 6 6 0 0 6 0 0
561 163 70 85 8 70 85 8
565 0 0 0 0 0 0 0
566 40 16 23 1 16 23 1
570 29 17 10 2 17 10 2
580 0 0 0 0 0 0 0
581 2 1 0 1 1 0 1
600 5 5 0 0 5 0 0
601 4 4 0 0 4 0 0
603 3 3 0 0 3 0 0
604 154 126 20 8 131 20 3
605 302 254 44 4 254 44 4
606 81 75 6 0 75 6 0
607 36 17 16 3 17 16 3
610 0 0 0 0 0 0 0
611 2 2 0 0 2 0 0
616 26 20 6 0 20 6 0
620 17 17 0 0 17 0 0
621 85 52 33 0 52 33 0
625 1 1 0 0 1 0 0
626 11 5 5 1 5 5 1
630 5 5 0 0 5 0 0
640 26 26 0 0 26 0 0
641 214 144 65 5 144 65 5
645 34 18 15 1 18 15 1
650 7 7 0 0 7 0 0
660 68 40 28 0 40 28 0
670 0 0 0 0 0 0 0
671 79 56 23 0 56 23 0
675 1 1 0 0 1 0 0
676 9 2 6 1 2 6 1
680 0 0 0 0 0 0 0
681 39 16 22 1 16 22 1
685 0 0 0 0 0 0 0
686 5 3 2 0 3 2 0
690 0 0 0 0 0 0 0
691 50 30 19 1 30 19 1
700 8 8 0 0 8 0 0
701 275 159 111 5 159 111 5
710 5 5 0 0 5 0 0
711 6 6 0 0 6 0 0
715 9 8 1 0 8 1 0
720 0 0 0 0 0 0 0
721 15 12 3 0 12 3 0
730 5 5 0 0 5 0 0
731 4 4 0 0 4 0 0
735 1 1 0 0 1 0 0
736 8 6 2 0 6 2 0
740 0 0 0 0 0 0 0
741 22 22 0 0 22 0 0
750 0 0 0 0 0 0 0
751 21 19 2 0 19 2 0
755 1 1 0 0 1 0 0
756 2 0 2 0 0 2 0
760 0 0 0 0 0 0 0
761 26 17 9 0 17 9 0
765 3 3 0 0 3 0 0
766 43 21 19 3 21 19 3
780 14 14 0 0 14 0 0
781 104 72 31 1 72 31 1
785 31 30 1 0 30 1 0
800 68 68 0 0 68 0 0
801 88 80 8 0 80 8 0
803 198 145 53 0 145 53 0
804 132 110 22 0 110 22 0
805 85 71 14 0 71 14 0
806 140 128 12 0 128 12 0
810 10 10 0 0 10 0 0
815 0 0 0 0 0 0 0
816 127 104 23 0 104 23 0
820 21 21 0 0 21 0 0
825 4 4 0 0 4 0 0
840 3 3 0 0 3 0 0
845 11 11 0 0 11 0 0
846 80 72 8 0 72 8 0
850 36 36 0 0 36 0 0
851 305 207 98 0 207 98 0
860 3 3 0 0 3 0 0
861 282 121 158 3 121 158 3
870 0 0 0 0 0 0 0
871 52 42 10 0 42 10 0
880 1 1 0 0 1 0 0
881 107 42 64 1 42 64 1
900 28 28 0 0 28 0 0
6.621 4.798 1.701 122 4.811 1.693 117