Ferill 447. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 644  —  447. mál.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um aðgengi að sérgreinalæknum á landsbyggðinni.

Frá Berglindi Ósk Guðmundsdóttur.


     1.      Hyggst ráðherra gera fleiri samninga við heilbrigðisstofnanir um land allt um aðgengi að sérgreinalæknum líkt og gert var við Heilbrigðisstofnun Austurlands? Mun ráðherra víkka út samninginn við Heilbrigðisstofnun Austurlands svo að fleiri sérgreinar, eins og geðlækningar og kvensjúkdómalækningar, falli undir hann?
     2.      Hyggst ráðherra beita sér fyrir því að fjarheilbrigðisþjónusta verði efld á landsbyggðinni með betra aðgengi að sérgreinalæknum að leiðarljósi? Ef svo er, þá hvernig?
     3.      Hyggst ráðherra beita sér fyrir því að aðgengi að geðlæknum verði aukið til muna á landsbyggðinni? Ef svo er, þá hvernig?
     4.      Sér ráðherra fyrir sér að beita efnahagslegum hvötum til þess að fjölga starfandi læknum á landsbyggðinni? Ef já, þá hvernig hvötum?


Skriflegt svar óskast.