Ferill 455. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 658  —  455. mál.




Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um grænar fjárfestingar ríkisins.

Frá Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur.


     1.      Hversu hátt hlutfall af fjárfestingum ríkisins telst vera grænar fjárfestingar í þeim skilningi að þær eru til þess fallnar að draga úr losun mengandi gróðurhúsalofttegunda, vernda vistkerfi eða stuðla með öðrum hætti að því að Ísland uppfylli alþjóðlegar skuldbindingar sínar á sviði loftslagsmála? Hver er fjárhæð þeirra fjárfestinga?
     2.      Hversu hátt hlutfall af fjárfestingum ríkisins telst ekki vera grænar fjárfestingar í framangreindum skilningi? Hver er fjárhæð þeirra fjárfestinga?


Skriflegt svar óskast.