Ferill 466. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 673  —  466. mál.




Fyrirspurn


til matvælaráðherra um velferð dýra.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


     1.      Hver er afstaða ráðherra til undanþága frá aðkomu dýralækna að aðgerðum og meðhöndlun dýra, þar á meðal klippingu á hala grísa, skv. 16. gr. laga um velferð dýra?
     2.      Hver er afstaða ráðherra til undanþáguheimilda 21. gr. laganna um aflífun dýra, hvað varðar gildruveiði minka og aflífun loðdýra með útblæstri véla?
     3.      Telur ráðherra ástæðu til að endurskoða framangreind ákvæði laganna?


Skriflegt svar óskast.