Ferill 481. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 694  —  481. mál.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um lyfjanotkun á hjúkrunarheimilum.

Frá Evu Sjöfn Helgadóttur.


     1.      Hversu hátt hlutfall þeirra sem dvelja á hjúkrunarheimilum tekur eitt eða fleiri geðlyf? Óskað er eftir upplýsingum fimm ár aftur í tímann, sundurliðað eftir árum og eftir því hvort um er að ræða eitt, tvö eða fleiri geðlyf.
     2.      Hversu hátt hlutfall þeirra sem dvelja á hjúkrunarheimilum og hafa fengið geðlyf að staðaldri síðastliðin fimm ár er ekki með greiningu um geðsjúkdóm? Svar óskast sundurliðað eftir árum.
     3.      Hversu hátt hlutfall þeirra sem dvelja á hjúkrunarheimilum tekur eitthvert af eftirfarandi geðlyfjum að staðaldri:
                  a.      geðrofslyf,
                  b.      róandi eða kvíðastillandi lyf,
                  c.      sterk verkjalyf, þ.m.t. ópíóíða?
     4.      Telur ráðherra að lyfjanotkun á hjúkrunarheimilum sé meiri en nauðsyn krefur og ef svo er, áformar ráðherra að stuðla að endurskoðun í ávísun lyfja fyrir aldraða á hjúkrunarheimilum?


Skriflegt svar óskast.