Ferill 496. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 713  —  496. mál.




Fyrirspurn


til mennta- og barnamálaráðherra um dómsmál íslenska ríkisins á hendur umsækjanda um stöðu ráðuneytisstjóra.

Frá Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur.


    Hver var heildarkostnaður ríkissjóðs vegna dómsmáls íslenska ríkisins á hendur umsækjanda um stöðu ráðuneytisstjóra í mennta- og menningarmálaráðuneyti sem auglýst var til umsóknar 8. júní 2019? Óskað er eftir upplýsingum um kostnað íslenska ríkisins vegna meðferðar málsins hjá kærunefnd jafnréttismála, kostnað við rekstur málsins fyrir héraðsdómi, þar á meðal laun setts ríkislögmanns og málsvarnarlaun verjanda stefndu, og kostnað vegna áfrýjunar og meðferðar málsins í Landsrétti, þar á meðal laun setts ríkislögmanns og málsvarnarlaun verjanda stefndu. Þá er óskað eftir upplýsingum um kostnað íslenska ríkisins vegna samkomulags sem gert var við stefndu í aðdraganda þess að fallið var frá málinu nokkrum dögum áður en til málflutnings kom.


Skriflegt svar óskast.