Ferill 505. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 722  —  505. mál.




Fyrirspurn


til háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um tímabundnar ívilnanir við endurgreiðslu námslána.

Frá Höllu Signýju Kristjánsdóttur.


     1.      Hyggst ráðherra auglýsa sérstaka tímabundna ívilnun við endurgreiðslu námslána vegna tiltekinna námsgreina eins og heimilt er skv. 27. gr. laga um Menntasjóð námsmanna? Ef svo er, hvenær má vænta þess og vegna hvaða námsgreina?
     2.      Hyggst ráðherra auglýsa sérstaka tímabundna ívilnun við endurgreiðslu námslána til lánþega sem búsettir eru á svæðum skilgreindum í samráði við Byggðastofnun eins og heimilt er skv. 28. gr. laga um Menntasjóð námsmanna? Ef svo er, hvenær má vænta þess og á hvaða svæðum?


Skriflegt svar óskast.