Ferill 521. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 748  —  521. mál.




Fyrirspurn


til menningar- og viðskiptaráðherra um njósnaauglýsingar.

Frá Diljá Mist Einarsdóttur.


     1.      Hvernig er stafrænn réttur neytenda á veraldarvefnum tryggður með löggjöf hérlendis með hliðsjón af netauglýsingum sem byggjast á persónusniði og eftirliti með notendum, svonefndum njósnaauglýsingum?
     2.      Hyggst ráðherra tryggja betur stafræn réttindi neytenda á veraldarvefnum með tilliti til svonefndra njósnaauglýsinga?
     3.      Hyggst ráðherra stuðla að vitundarvakningu neytenda þegar kemur að slíkum njósnaauglýsingum?


Skriflegt svar óskast.