Ferill 618. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 864  —  618. mál.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um þvingaðar brottvísanir.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


     1.      Hvaða reglur gilda um verklag þegar umsækjendur um alþjóðlega vernd eru fluttir úr landi með aðstoð lögreglu? Sérstaklega er óskað upplýsinga um það hvaða reglur gilda um valdbeitingu lögreglu eða annarra í þeim tilvikum.
     2.      Hvaða þvingunarúrræðum hefur verið beitt gagnvart einstaklingum þegar þeir eru fluttir úr landi með aðstoð lögreglu og á hvaða lagastoð eru þau byggð? Sérstaklega er óskað upplýsinga um það hvort fólki hafi verið gefin lyf gegn vilja þess í þeim tilgangi að auðvelda yfirvöldum brottvísunina.


Skriflegt svar óskast.