Ferill 636. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 892  —  636. mál.




Fyrirspurn


til forsætisráðherra um brot á lögum um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna.

Frá Birni Leví Gunnarssyni.


     1.      Hversu oft hefur verið sektað fyrir brot á lögum um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna, nr. 85/2018? Svar óskast sundurliðað eftir 7. til og með 14. gr. laganna.
     2.      Hversu oft hefur verið stofnað mál hjá Jafnréttisstofu í tengslum við ætlað brot á lögunum? Svar óskast sundurliðað eftir 7. til og með 14. gr. laganna.
     3.      Telur ráðherra að markmiðið með setningu laganna hafi náðst og að þau séu að skila tilætluðum árangri?


Skriflegt svar óskast.