Ferill 655. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 945  —  655. mál.




Fyrirspurn


til utanríkisráðherra um stöðu viðræðna við ESB um endurskoðun viðskiptasamninga með landbúnaðarvörur.

Frá Ernu Bjarnadóttur.


     1.      Hefur ráðuneytið hafið viðræður við ESB um endurskoðun viðskiptasamninga með landbúnaðarvörur eins og þáverandi utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra tilkynnti um 17. desember 2020?
     2.      Hversu oft hafa fulltrúar ráðuneytisins hitt fulltrúa ESB vegna endurskoðunar viðskiptasamninga með landbúnaðarvörur? Hvenær hittust samninganefndir Íslands og ESB?
     3.      Hvaða almennu markmiðum er stefnt að því að ná í viðræðunum? Hver er samningsafstaða íslenska ríkisins í viðræðunum?
     4.      Í ljósi þess að viðskiptasamningur Íslands og ESB með landbúnaðarvörur gagnast ekki íslenskum útflytjendum, eins og úttekt utanríkisráðuneytis og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis staðfesti 17. desember 2020, verður eitt úrræða ráðuneytisins að segja samningnum einhliða upp?
     5.      Liggur fyrir áætlun um framþróun þessara viðræðna og ef svo er, hver er hún?


Skriflegt svar óskast.